Sunnudagur, 17. janúar 2016
Lífeyrir aldraðra og öryrkja á að vera skattfrjáls!
Ríkið skammtar lífeyrisþegum algera hungurlús í lífeyri.En tekur síðan hluta af lífeyrinum til baka í sköttum! Hvaða vit er í því? Auðvitað á lífeyrir aldraðra og öryrkja að vera skattfrjáls.Lífeyrir aldraðra einhleypinga er 207 þúsund krónur á mánuði eftir að ríkið er búið að taka 40 þúsund krónur af lífeyrinum.Ríkið skammtar með annarri hendinni en tekur til baka með hinni?
Eldri borgarar hafa barist fyrir því undanfarin ár,að skattleysismörkin væru hækkuð myndarlega.Það hefur verið ályktað um það á aðalfundum Félags eldri borgara í Reykjavík ítrekað og áskoranir sendar stjórnvöldum.Skattleysismörkin eru fyrir árið 2016 krónur 145.659.Það er alltof lágt.Það þarf að hækka þau i rúmlega 200 þúsund krónur.Hækkun skattleysismarkanna væri góð kjarabót bæði fyrir lífeyrisþega og lágtekjufólk.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:03 | Facebook
Athugasemdir
Tek svo sannarlega undir með Björgvini. Á árunum 2003 til 2009 börðust Samtök eldri Sjálfstæðismanna, SES, fyrir nákvæmlega því sama og Björgvin segir í greininni hér fyrir ofan. Lögðum fram rökstuddar tillögur. Það er augljóst að það kemur sér lang best fyrir tekjulága að skattleysismörkin séu hækkuð. Þá njóta allir þess sama í krónutölum hverjar sem tekjurnar eru.
Hildur Hálfdanardóttir (IP-tala skráð) 19.1.2016 kl. 14:22
Ein stór spurning við sem eigum lífeyrissjóð og fáum greitt úr honum ,fáum aðeins lágmarksgreiðslur frá ríkinu en þeir sem eiga það ekki fá jafnvel meiri mánaðar greiðslur til að lifa af heldur en við hvar er réttlætið
Jóhanna H Óskarsdóttir (IP-tala skráð) 19.1.2016 kl. 22:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.