Er Framsókn hætt við afnám verðtryggingar?

Eitt stærsta kosningaloforð Framsóknarflokksins fyrir síðustu alþingiskosningar var það að afnema ætti verðtrygginguna.Nú er aðeins 1 ár og 4 mánuðir eftir af kjörtímabilinu en ekkert er enn farið að gera í því að afnema verðtrygginguna.Það eina sem gert hefur verið er að breyta lánsskilmálum verðtryggðra lána,þ.e.lánstímanum.En afnám verðtryggingar er ekki i sjónmáli.Eftir  síðstu kosningar var skipuð nefnd um málið. Niðurstaða hennar var sú,að ekki væri fært að afnema verðtrygginguna.Engin tillaga eða frumvarp hefur komið fram á alþingi frá Framsókn eða ríkisstjórn um að afnema ætti verðtryggingu.

Það kom þvi mikið á óvart,þegar Sigmundur Davíð forsætisráðherra varpaði fram þeirri hugmynd fyrir nokkrum dögum,að efnt yrði til (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um afnám verðtryggingar.Birgitta Jónsdóttir  formaður þingflokks Pirata sagði á alþingi í gær,að þessa hugmynd setti Sigmundur Davíð fram til þess að drepa málinu á dreif.Ég tek undir það.

Það virðist engin samstaða um afnám verðtryggingar i ríkisstjórninni.Framsókn hefur ekki lagt neina áherslu á þetta mál lengi undanfarið.Það er því ankannalegt að koma með hugmynd um þjóðaratkvæðagreiðslu um málið,þegar enginn áhugi virðist á málinu í ríkisstjórninni. Ég tel þetta mál of flókið til þess að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu.Auk þess mundi þjóðaratkvæðagreiðsla ekki leysa þetta mál,þar eð hún yrði aðeins ráðgefandi. Það vantar lög um þjóðaratkvæðagreiðslur,sem mundu kveða á um bindandi þjóðaratkvæðagreiðslur.Fram fór þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili.En ekkert var gert með hana.Sagt,að hún hefði aðeins verið ráðgefandi.Þjóðaratkvæðagreiðsla um verðtrygginguna mundi ekkert leysa fremur.

Kjósendur eiga hins vegar rétt á því að Framsóknarflokkurinn leggi fram tillögur á alþingi um afnám verðtryggingar á neytendalánum eins og lofað var.

Björgvin Guðmundsson

 

.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband