Kaupmáttur lífeyris aldraðra jókst miklu meira í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu en í tíð hægri stjórnarinnar

Kaupmáttur lífeyris aldraðra hefur aukist minna í tíð núverandi ríkisstjórnar en þeirrar fyrri.Yfirlýsingar fjármálaráðherra um hið gagnsstæða standast ekki.

Á tímabilinu 2012-2014 minnkar kaupmáttur lífeyris einhleypra ellilífeyrisþega frá TR  um 2 prósentustig.Á tímabilinu 2013-2014 minnkar kaupmáttur sama lífeyris um 1 prósentustig.Á tímabilinu 2008-2010 jókst kaupmáttur lífeyris hins vegar um 10 prósentustig.

 

Breytingin  er sem hér segir:

Einhleypir ellilífeyrisþegar:

2012-2014

Meðal bótaréttur eykst um 4%.

Meðaltal vísitölu neysluverðs hækkar um 6%

Kaupmáttur lífeyris minnkar um 2 prósentustig.

2013-2014

Meðal bótaréttur eykst um 3%

Meðaltal visitölu neysluverðs hækkar um 4%.

Kaupmáttur lífeyris minnkar um 1 prósentustig.

2013-2015 

Meðal bótaréttur eykst um 4 %

Meðaltal vísitölu neysluverðs eykst um 3%.

Kaupmáttur lífeyris eykst um 1 prósentustig.

 

2008-2010

Meðal bótaréttur eykst um 28%.Meðaltal vísitölu neysluverðs eykst um 18%.Kaupmáttur lífeyris eykst um 10 prósentustig.

Af framangreindum tölum er ljóst,að kaupmáttur lífeyris ellilífeyrisþega hefur aukist miklu meira í tíð vinstri stjórnarinnar en í tíð núverandi stjórnar. 

Allt tal fjármálaráðherra um gífurlega aukningu kaupmáttar lífeyris undanfarið er innantómt orðagjáfur. Það er enginn fótur fyrir þeim yfirlýsingunm. Þær standast ekki

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband