Lífeyrismálin:Mesta afrek Íslandssögunnar komið til framkvæmda!

Hækkun á lífeyri aldraðra og öryrkja: Nokkrum mánuðum áður en umrædd hækkun kom til framkvæmda sagði Sigmundur Davíð forsætisráðherra,að um væri að ræða mestu hækkun í Íslandssögunni!Þessi yfirlýsing átti að sætta lífeyrisþega við óbreyttan lífeyri í 11 mánuði á síðasta ári á meðan allir aðrir fengu miklar kauphækkanir og þar a meðal ráðherrarnir sjálfir en hver þeirra fékk rúmlega 100 þúsund króna hækkun á mánuði frá 1.mars eða alls rúma milljón í kauphækkun hver árið 2015!

Er ekki ástandið í lífeyrismálum aldraðra og öryrkja orðið gott eftir að stóra afrekið er komið til framkvæmda.Formaður Öryrkjabandalagsins,Ellen Calmon,svarar því i viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ,að kjör öryrkja séu óásættanleg.Og hún gagnrýnir sérstaklega viðvarandi fátækt í þessu ríka landi.Ég tek undir með formanni Öryrkjabandalagsins.Kjör aldraðra (sem einungis hafa tekjur frá TR) eru lítið betri. Kjör aldraðra eru óásættanleg þrátt fyrir  " afrek" stjórnarherranna.

Lítum á hvað lífeyrisþegar fá eftir að hungurlúsin kom til þeirra 1.janúar sl.: Þeir sem búa með öðrum fá 185 þúsund á mánuði eftir skatt. Einhleypingar fá 207 þúsund kr á mánuði eftir skatt.Þetta eru upphæðirnar,sem lífeyrisþegar fá eftir að mesta afrek Íslandssögunnar kom til framkvæmda.Kaupmáttur lífeyris jókst um 1 prósentustig 2013-2015.Það kallar fjármálaráðherra gífurlega aukningu kaupmáttar lífeyris!Það lítur stundum út eins og þessir stjórnarherrar séu á annarri plánetu!

 

Björgvin Guðmundsson

formaður kjaranefndar 

Félags eldri borgara


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú bloggar mikið um þetta sama Björgvin, í áberandi bloggi þannig að engin hætta er á að þetta fari fram hjá  ráðamönnum.   Æpandi þög þeirra segir meir en mörg orð um réttmæti þinna skrifa!

Nú er ég heldur hlynntur þessari ríkisstjórn og hef varið hana í mörgur en skelfing finnst mér lélegt af fulltrúum hennar að svara þér ekki málefnalega telji þeir þig hafa rangt fyrir þér. 

Niðurstaðan er óhjákvæmilega sú að hvert orð sem þú skrifar um kjaramál aldraðra hlýtur að vera rétt!

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.1.2016 kl. 08:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband