Mánudagur, 1. febrúar 2016
Aldraðir: Stöndum hinum Norðurlöndunum langt að baki!
Íslendingar standa hinum Norðurlöndunum langt að baki varðandi stuðning við aldraða.Raunar stöndum við Norðurlöndunum langt að baki í velferðarmálum yfirleitt. Þetta kemur fram í Fréttatímanum.Í grein nýs ritstjóra Fréttatímans,Gunnars Smára Egilssonar, segir,að það vanti 60 millljarða á ári upp á,að Ísland verji jafnmiklum fjármunum til aldraðra eins og Noregur,Danmörk og Svíþjóð.Í grein hans segir,að Íslendingar verji 5,9% af landsframleiðsu til eldri borgara miðað við 11,5% i Noregi,Danmörk og Svíþjóð.Þetta kemur heim og saman við athuganir,sem ég hefi gert á þessu máli og birst hafa í greinum mínum.Raunar segir Fréttatíminn,að Ísland verji 100 milljörðum minna til velferðarmála yfirleitt á ári en hin Norðurlöndin.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:04 | Facebook
Athugasemdir
Þessi rök eða samanburður varðandi landsframleiðslu eru náttúrulega jafn vitlaus í þessu samhengi sem í samhengi lansframleiðslu og framlaga til heilbrigðiskerfisins. Sömu mótrök gilda þar.
En fyrri skrif þín um skert framlög til eldriborgara gilda fyrir því.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 1.2.2016 kl. 09:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.