Tæplega 11000 lífeyrisþegar ná ekki viðmiðum um lágmarkslífeyri!

Ástandið er þannig   í málefnum aldraðra og öryrkja að tæplega 11000 þeirra ná ekki viðmiðum um lágmarkslífeyri.Þessi hópur býr við sára fátækt.Í viðhorfskönnun,sem gerð var meðal eldri borgara árið 2o12 kom fram,að 4% höfðu frestað lyfjakaupum síðustu 5  árin þar á undan.Tæp 7% höfðu frestað læknisheimsóknum.14% höfðu tíðar fjárhagsáhyggjur.Meðal öryrkja höfðu 42% neitað sér um læknisþjónustu á árinu 2013.Viðtöl leiða í ljós,að ástandið í þessum efnum hefur ekki lagast.

Þessar tölur leiða í ljós,að viss hópur aldraðra og öryrkja býr við óásættanlegar aðstæður.Að margir í þessum hópi skuli ekki geta leitað sér læknis eða leyst út lyfin sín er blettur á íslensku þjóðfélagi.Við þetta bætist það, að í hverjum mánuði eru alltaf einhverjir lífeyrisþegar,sem ekki eiga fyrir mat í lok mánaðar. Þetta hefur komið fram i viðtölum eldri borgara við skrifstofu félags eldri borgara í Reykjavík. Þetta er til skammar fyrir Ísland.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband