Bjarni lofaði að hætta skerðingu krónu á móti krónu hjá TR.Hefur ekki efnt það

Þeir lífeyrisþegar,sem ekki hafa neinar tekjur aðrar en frá TR fá framfærsluuppbót.En sá galli er á gjöf Njarðar að ef lífeyrisþeginn fær einhverjar smátekjur skerðist framfærsluuppbótin,krónu á móti krónu. Til dæmis ef lífeyrisþeginn fær 20 þúsund krónur í tekjur þá lækkar framfærsluuppbótin um 20 þúsund krónur. Og hafi eldri borgarinn eða öryrkinn tekjur,sem eru jafnháar framfærsluuppbótinni þá þurrkast sú uppbót út! Þetta er fáheyrt. 

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði grein í Morgunblaðið 9.apríl 2013,vel fyrir kosningar,og lofaði þar,að þessum skerðingum vegna greiðslna ellilífeyris,krónu á móti krónu yrði hætt.Í sömu grein lofaði hann,að kjaragliðnunin,2009-2013 yrði leiðrétt.Hann hefur svikið hvort tveggja!

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

ÞESSI MAÐUR LOFAÐI  fólkinu sem kom Íslandi á lappirnar með óhóflegri vinnu sem kostaði það heilsuna- og er núna kallað baggi á kerfi hinna ríku öllu rettlæti- sem hann hefur svikið.

 Hann komst á þing á síðustu mínútum vegna þessara loforða- og fer út af þingi vegna svika.

 Margir ÍSLENDINGAR SVELTA VEGNA ÞESSARA SVIKA.

Erla Magna Alexandersdóttir, 6.2.2016 kl. 19:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband