Ætla að breyta hjúkrunarrými í gistirými og íbúðir!

Langir biðlistar eru eftir rými á hjúkrunarheimilum og mikill hallarekstur á reksti hjúkrunarheimilanna.Ríkið leggur hjúkrunarheimilunum  til alltof lítið fé til reksturs.Til vandræða horfir með reksturinn víða.Nú hafa bæði Grund og Hrafnista tilkynnt,að þessi heimili ætli að  grípa til þess ráðs að breyta hluta hjúkrunarheimilanna í gistirými fyrir ferðamenn og Grund hefur sagt,að með því,að ekki fæst leyfi í Reykjavík fyrir breytingu í gistirými verði gerðar íbúðir fyrir námsmenn og aðra.

Þetta eru slæmar fréttir. Það þarf að fjölga hjúkrunarheimilum fyrir aldraða en ekki að breyta hjúkrunarrými fyrir önnur not.En forráðamönnum hjúkrunarheimilanna er ef til vill vorkunn þó þeir grípi til örþrifaráða. Stjórnvöld hlusta ekki á þá,þegar þeir ræða hallarekstur heimilanna.Það er eins og að tala við steinvegg að tala við ráðamenn þjóðarinnar um rekstrarvanda hjúkrunarheimila. Það er sama sagan og þegar samtök aldraðra og öryrkja tala við stjórnvöld um að lífeyrir aldraðra  og öryrkja dugi ekki til framfærslu hjá þeim,sem minnst hafa.Stjórnvöld yppta öxlum og gera ekkert til lausnar málinu. Það er eins og að tala við steinvegg að tala við ráðherra þessarar ríkisstjórnar um vandamál aldraðra og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband