Erfiðleikar fjórflokksins

Fylgistap fjórflokksins og gífurleg uppsveifla Pírata í fylgi hefur valdið heilabrotum hjá mörgum.Helst telja menn,að mikið fylgi Pírata í skoðanakönnunum stafi af óánægju kjósenda með fjórflokkinn.En einnig má nefna,að talsmenn Pirata eru prúðir í málflutningi og málefnalegir.

Ef litið er á fjórflokkinn er fylgistapið mest hjá Framsókn frá síðustu kosningum.Flokkurinn hefur tapað 50% af fylgi sínu frá kosningunum. Flokkurinn fékk 24,4% í þingkosningunum en fær aðeins 12% í skoðanakönnunum nú og hefur farið niður fyrir 11%.En það merkilega er,að fjölmiðlum finnst þetta ekkert fréttnæmt.Þeir minnast ekki á,að Framsókn hafi tapað miklu fylgi eins og þeir telji þetta sjálfsagt og eðlilegt.Sjálfstæðisflokkurinn var 35-40% flokkur en fékk í kosningunum síðast 26,7%.Í dag mælist flokkurinn í skoðanakönnunum með 23-24% fylgi.Flokkurinn má því muna fífil sinn fegri. En það er eins með Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.Fjölmiðlum finns það engin frétt þó Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað svona miklu. Samfylkingin fékk 12,9% í þingkosningunum og mældist í síðustu könnun með 9,2%.Það er 3,7 prósentustigum minna en í kosningunum.Það finnst RUV vera stórfrétt og víst er það mikil frétt en í stíl við fygistap alls fjórflokksins.VG fékk 10,9% í þingkosningunum og hefur haldið því nokkurn veginn í skoðanakönnunum.En bæði VG og Samfylkingin töpuðu miklu fylgi í síðustu þingkosningum.

Ef til vill þarf að stokka flokkakerfið alveg upp. Alla vega þarf fjórflokkurinn að taka sér tak. Hann þarf að hlusta meira á fólkið í landinu.Hætta karpinu á alþingi. Stíga niður af stallinum og taka sig ekki eins alvarlega og áður.Gamla pólitikin er búin.Og gæta þarf þess vel,að engin spilling eigi sér stað.Fólk fylgist grannt með og kemur strax auga á það ef stjórnmálamenn láta spillingu ná tökum á sér.Það sást vel í Borgunarmálinu. Og að lokum: Það skiptir engu máli fyrir Samfylkinguna,hvort Árni Páll er formaður áfram eða ekki.Vandamál Samfylkingarinnar og fjórflokksins ristir miklu dýpra en ,að formannsskipti leysi  málið. Þetta snýst fyrst og fremst um stefnu og vinnubrögð.

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband