Sagðist vilja tryggja lífeyrisþega með belti og axlaböndum!

 

 

Lengi vel var það svo, að tilgreint var í lögum, að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá TR ætti að breytast í samræmi við breytingu vikukaups verkafólks. Á þessum tíma þurfti ekki að deila um það við hvað ætti að miða við breytingu á lifeyri.  En þegar Davíð Oddsson var forsætisráðherra, beitti hann sér fyrir því, að þessu umrædda lagaákvæði væri breytt og nýtt orðalag tekið upp: Taka mið af launaþróun, þegar breyta ætti lífeyri. En þó mætti lífeyrir aldrei hækka minna en vísitala neysluverðs hækkaði .Margir voru tortryggnir á þessa breytingu og töldu,að hún yrði óhagstæðari lífeyrisþegum. En Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra sagði af því tilefni, að nýja ákvæðið yrði hagstæðara lífeyrisþegum.Eftir breytinguna yrðu lífeyrisþegar tryggðir " bæði með belti og axlaböndum“. Reynslan hefur orðið önnur.

 

Með hliðsjón af forsögunni,sem rakin er hér að framan, vaknar þessi spurning: Hvers vegna þurfa aldraðir og öryrkjar að fara bónarveg að ráðherrum landsins til þess að fá það, sem þeir eiga rétt á, þ.e. hækkun lífeyris í samræmi við hækkun lágmarkslauna og frá sama tíma og verkafólk fær hækkun.Í rauninni ætti  lífeyrir aldraðra og öryrkja að  leiðréttast sjálfvirkt í samræmi við hækkun lágmarkslauna.En stjórnarherrarnir vilja hafa það þanng, að  það sé eins og þeir séu að sýna góðvild og gjafmildi, þegar þeir af náð sinni ákveða seint og um síðir að láta einhverja brauðmola falla  til aldraðra og öryrkja.

Nú mun einhver segja,að samkvæmt nýrra lagaakvæðinu sé ekki öruggt að miða eigi við hækkun lágmarkslauna við hækkun lifeyris. Satt er það. En athugun leiddi eftirfarandi í ljós: Hækkun lágmarkslauna var 14,5% sl ár. En meðaltalshækkun 14  kjarasamninga var 14%.Ekki mikill munur.Samkvæmt þessu sagði launaþróun að miða ætti við 14-14,5% hækkun frá  1.mai 2015.En ríkisstjórnin hækkaði lífeyri um 9,7% 1.janúar 2016 ,8 mánuðum seinna.Þannig varð til ný kjaragliðnun.

Á fundi fulltrúa kjaranefndar og stjórnar Félags eldri borgara i Rvk og nágrenni kom fram það sameiginlega álit, að eðlilegt væri að miða við hækkun lægstu launa  verkafólks við hækkun lífeyris aldraðra.Það ber því  allt að sama brunni: Ríkisstjórnin hefur hlunnfarið eldri borgara og öryrkja.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband