Ekki unnt að lifa af lægsta lífeyri aldraðra og öryrkja!

Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík  í dag lagði Björgvin Guðmundsson eftirfarandi tillögu fyrir fundinn:

  Þeir eldri borgarar, sem einungis hafa lífeyri frá almannatryggingum, geta ekki lifað af lífeyrinum. Hann er  svo naumt skammtaður. Annað hvort verða þeir að fá aðstoð frá ættingjum  og/eða hjálparstofnunum eða að neita sér um lyf, lækniskostnað  eða jafnvel mat. Þetta ástand er óásættanlegt og brot á mannréttindum. Þeir eldri borgarar, sem hafa mjög lágar greiðslur úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir. Sú litla hækkun, sem varð á lífeyri aldraðra um sl. áramót breytir hér engu. Aðalfundurinn skorar á ríkisstjórnina að binda strax endi á þetta ófremdarástand með því að stórhækka lífeyrinn hjá þeim eldri borgurum, sem verst eru staddir og hlutfallslega hjá öðrum.

Tillagan var samþykkt í einu hljóði.

Það er til skammar fyrir íslenskt samfélag að halda lífeyri  aldraðra og öryrkja svo lágum,að ekki sé unnt að lifa af honum.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband