Þjóðin á að fá markaðsverð fyrir að leigja út aflaheimildirnar

 

 

 

Samkvæmt lögum er fiskveiðiauðlindin sameign þjóðarinnar.Það þýðir,að hún á að fá fullan  arð af þessari auðlind. En gerist það? Nei,síður en svo. Pétur heitinn Blöndal alþingismaður varpaði einnhvern tímann fram þeirri hugmynd á alþingi, að allir skattgreiðendur fengju senda ávísun með hlut hvers og eins  í arðinum að sjávarauðlindinni.Þetta var athyglisverð og róttæk hugmynd. Og vissulega má enn hugleiða hana. En í dag er þetta þannig,að lagt er lágt veiðigjald á þá sem stunda fiskveiðar úr hinni sameiginlegu auðlind  þjóðarinnar. Ef rétt er staðið að málum og markaðsverð innheimt af afnotum auðlindarinnar gæti þjóðin fengið verullegan og eðlilegan arð af sjávarauðlindinni.En veiðigjaldið er alltof lágt í dag eftir að núverandi ríkisstjórn lækkaði það mikið til þess að þóknast útgerðarmönnum.Veiðigjaldið á ekki að fara eftir því hvað úgerðarmenn vilja borga mikið. Það á að fara eftir því hvað þjóðin vill innheimta mikið afgjald af afnotum af sameiginlegri auðlind,sem þjóðin á.

 Í tillögu að nýrri stjórnarskrá,sem stjórnlagaráð samþykkti og samþykkt var í þjóðaratkvæðagreiðslu, var kveðið á um það, að fullt markaðsverð kæmi  fyrir atnot sjávarauðlindarinnar. Það er hið eina rétta.En í nýrri tillögu stjórnarskrárnefndar er gert ráð fyrir,að „eðlilegt verð“ komi fyrir afnotin.Það er allt annað mál og segir lítið. Það má hnoða það endalaust til hvað sé eðlilegt verð.Það er miklu öruggara að miða við markaðsverð.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur lofaði að innkalla aflaheimildir samkvæmt svonefndri fyrningarleið.Báðir stjórnarflokkarnir,Samfylking og VG, lofuðu fyrningarleið í kosningabaráttunni 2009.Ríkisstjórnin skipaði nefnd til þess að koma þessu stærsta stefnumáli stjórnarinnar í framkvæmd, Nefndin fór vel af stað.Nefndin var í fyrstu föst fyrir og ákveðin. En LÍU neitaði þá að mæta á fundum nefndarinnar.Í stað þess að keyra málið samt í gegn lyppaðist nefndin niður og fór að semja við útgerðina. Niðurstaðan varð hvorki fugl né fiskur: Það átti að afhenda útgerðinni aflaheimildirnar til yfir 20 ára, sem gekk þvert á fyrningarleiðina. Þetta voru svik á kosningaloforðum stjórnarflokkanna um að framkvæma fyrningarleiðina. Þar er að finna eina helstu ástæðuna fyrir miklu fylgistapi beggja stjórnarflokkanna,Samfylkingar og VG í kosningunum 2013.Kjósendur tóku í taumana.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband