Laugardagur, 20. febrúar 2016
Björgvin og Unnar gerðir að heiðursfélögum í Félagi eldri borgara
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni sem haldinn var í fyrradag var samþykkt að gera Björgvin Guðmundsson og Unnar Stefánsson að heiðursfélögum í félaginu fyrir óeigingjörn og vel unnin störf í þágu félagsins og félagsmanna.Í tilefni þess flutti Þórunn Sveinbjörnsdóttir,formaður félagsins ræðu og gat um þau störf sem þeir hefðu unnið fyrir eldri borgara.Björgvin átti sæti í stjórn félagsins um nokkurra ára skeið og hefur verið formaður kjaranefndar félagsins í tæp 10 ár auk þess sem hann hefur skrifað mikinn fjölda baráttugreina fyrir eldra borgara í dagblöð.Unnar var formaður félagsins um nokkurra ára skeið og átti áður sæti í stjórn félagsins.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:12 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.