Föstudagur, 26. febrúar 2016
Peningar fundnir fyrir aldraða og öryrkja?
Landsbankinn,sem er að mestu leyti í eigu ríkisis, skilaði miklum hagnaði sl ár og hefur af þeim sökum ákveðið að greiða hluthöfum 28,5 milljarða arð. Það fé rennur nær allt til ríkisins.Í fjárlögum yfirstandandi árs var hins vegar aðeins reiknað með 7 milljarða arði frá Landsbankanum. Hér munar 21,5 milljörðum,sem er fundið fé fyrir ríkissjóð.Þegar stjórnvöld eru beðin um meira fé til aldraðra og öryrkja svara stjórnarherrarnir því alltaf að peningar séu ekki til. Því sé ekki unnt að bæta kjör aldraðra umfram þá hungurlús,sem ríkisstjórnin lét lífeyrisþega fá um áramótin.En nú eru peningar fundnir fyrir kjarabótum til handa öldruðum og öryrkjum.Það er ekki lengur unnt að afsaka sig með því að segja að peningar séu ekki til Þeir eru til.Væntanlega láta stjórnarherrarnir hendur standa fram úr ermum og bæta kjör lífeyrisþega myndarlega,veita öldruðum og öryrkjum afturvirkar kjarabætur frá 1.mai sl. ár og leiðrétta kjörin til samræmis við þá hækkun, sem verkafólk fékk.Væntanlega tekur ríkisstjórnin nú rögg á sig og lagar kjör aldraðra og öryrkja.
PS. Hagnaður allra þriggja stóru bankanna nemur tæpum 500 milljörðum frá hruni.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:22 | Facebook
Athugasemdir
Já, Björgvin minn. Nú er bara að mæta í bankastjóraviðtal, og benda bankastjóranum á þá siðlausu vanrækslu að hafa ekki boðað landsmenn á arðgreiðslufund Landsbanka Íslands? Og útdeilt hluthöfum sinn hlut í beinhörðum og löglegum seðlum?
Eða er það ekki sanngjörn, lögleg og siðferðislega réttlætanleg krafa eigenda Landsbankana Íslands?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 26.2.2016 kl. 21:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.