Sporin hræða: Endurtökum ekki einkavinavæðingu bankanna!

 

 

 

Sjálfstæðisflokkurinn berst nú ákaft fyrir því, að einkavinavæða Landsbankann. Bankinn hefur skilað góðum hagnaði undanfarin ár og getað greitt góðan arð til eiganda síns,ríkisins.Arðurinn nemur nú 28,5 milljörðum króna fyrir sl. ár. Þessi útkoma Landsbankans gengur þvert á hugmyndafræði Sjálfstæðisflokksins, sem segir,að  ríkisrekstur gangi alltaf illa en einkarekstur vel.Sjálfstæðismönnum er mikið í mun að koma Landsbankanum sem fyrst í hendur einkavina svo þeir geti notið hagnaðar bankans.

Sporin hræða í þessu efni.Þegar ríkisstjórn Davíðs og Halldórs einkavinavæddi Landsbankann og Búnaðarbankann  hét það svo, að kaupendur bankanna legðu fram mikið eigið fé.Kaupendur Landsbankans,Björgúlfsfeðgar,áttu að koma með mikið fé frá Rússlandi til þess að kaupa bankann. En síðar kom i ljós, að þeir fengu lán í Búnaðarbankanum vegna kaupa á Landsbankanum! Og eitthvað var einnig skrítið með fjármögnun þeirra, sem keyptu Búnaðarbankann. Sagt var,að einhver þýskur banki væri aðili að kaupunum en hann fannst aldrei. Kaupendur Búnaðarbankans fengu lán í Landsbankanum vegna kaupa á Búnaðarbankanum! Við skulum varast að endurtaka þessi mistök. Höldum Landsbankanum áfram í eigu ríkisins og látum arðinn af rekstri bankans renna til brýnna mála í íslenskum þjóðarbúskap, svo sem heilbrigðismála og málefna aldraðra og öryrkja. Komum í veg fyrir einkavinavæðingu Landsbankans!

Þegar Landssíminn var ríkisrekinn var hann best rekna símafyrirtækið á Norðurlöndum. En samt þurfti Sjálfstæðisflokkurinn að koma fyrirtækinu í hendur einkaaðila.Ríkið mátti ekki njóta arðsins af rekstrinum. En rekstur Símans snarversnaði eftir að hann komst i hendur einkaaðila. Nú er Krisján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra Sjálfstæðisflokksins byrjaður að einkavæða heilbrigðisþjónustuna. Hann byrjar á heilsugæslunni.Það er eins og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir formaður velferðarnefndar  alþingis segir: Fyrst er reksturinn fjársveltur og sagt að hann gangi illa. ( Hann er í höndum ríkisins) Svo setur ráðherrann rekstur  nýrra heilsugæslustöðva í hendur einkaaðila og þá á allt að ganga vel.Framkvæmdastjóri Heilslugæslunnar ,Svanhvít Jakobsdóttir  segir, að Heilsugæslan fái 9% minna fé til rekstursins í dag en 2008, fyrir hrun! Hvers vegna er það? Hvers vegna stendur heilbrigðisráðherrann sig ekki í stykkinu og lætur heilsugæsluna fá jafnmikið fé og fyrir hrun? Svarið er augljóst. Sigríður Ingibjörg hefur svarað því .Er Sjálfstæðisflokkurinn kannski að leika sama leikinn með Landsspitalann? Fjársvelta hann og segja síðan, að ríkið geti ekki rekið spítalann. Ástandið á spítalanum hefur aldrei verið eins slæmt og í dag. Sjúklingar liggja í geymsluherbergjum og í skúmaskotum og stjórnvöld lemja hausnum við steininn og segja, að fjárframlög til spítalans hafi stóraukist. En þau hafa dregist saman að raungildi. 80 þúsund Íslendingar,kjósendur, hafa skrifað undir hjá Kára og vilja, að 11% af þjóðarframleiðslu verði varið til heilbrigðismála. En stjórnarherrarnir,Krisján Þór,Sigmundur og Bjarni kæra sig kollótta um þjóðarvilja!

Björgvin Guðmundsson

PS. Þjóðin veit hvernig kaupendur bankanna (einkavinirnir) fóru að ráði sínu við rekstur bankanna,með gegndarlausum lántökum erlendis, sem engin leið var að greiða til baka.

BG


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Sammála. Einn banki í eigu ríkisins ( reyndar vildi ég hlutafélag með jafnan eignarhlut allra skattgreiðenda á hverjum tíma til að koma í veg fyrir misbeitingu af hendi ráðamanna). Þar með væri komið val hjá fólkinu í landinu.

Jósef Smári Ásmundsson, 27.2.2016 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband