Búið að skerða kjör aldraðra og öryrkja mikið undanfarin ár. Kominn tími á leiðréttingu!

Stjórnvöld,hver sem þau hafa verið,hafa ítrekað skert kjör aldraðra og öryrkja.Lítum á nokkrar staðreyndir því til staðfestingar:

Um áramótin 2008/2009 lá fyrir,að verðbólga hafði aukist um tæp 20% undanfarandi 12 mánuði.Lífeyrir var þá hækkaður um 9,6% hjá þeim,sem höfðu einungis tekjur frá TR en ekkert hækkaður hjá hinum.Sá hópur (3/4) sætti því mikilli kjaraskerðingu.Og hinir urðu einnig fyrir verulegri kjaraskerðingu.

Árin 2009 og 2010 hækkuðu lægstu laun um 16%.En lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkaði ekkert!

Árið 2011 voru gerðir nýir almennir kjarasamningar.Lágmarkslaun hækkuðu um 10,3%.En lífeyrir hækkaði aðeins um 6,5%. Lífeyrisþega vantaði 3,8% prósentustig til þess að fá sömu kjarabætur og launþegar.

 Árið 2012 hækkuðu laun um 6% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3,5% 1.jan. 2013.

Árið 2013 hækkuðu laun um 5,4% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3,6%.

Árið 2014 hækkuðu laun um 5% en lífeyrir hækkaði aðeins  um 3,6%.

Árið 2015 hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%.

  Lífeyrisþegar hafa því á hverju einasta ári verið hlunnfarnir. Þeir hafa aldrei fengið sömu kjarabætur og launþegar. Stjórnarflokkarnir lofuðu að leiðrétta tímabilið 2009-2013 og hækka lífeyri til samræmis við launahækkanir.Hafa ekki staðið við það. Ég tel,að hið sama eigi að gilda um tímabilið sem síðan er liðið.Það er kominn tími til,að stjórnvöld bæti öldruðum og öryrkjum alla þessa kjaraskerðingu,sem hér hefur verið rakin. Lífeyrisþegar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þetta lengur.Þeir verða að fá þessar kjarabætur strax.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband