Mánudagur, 29. febrúar 2016
Engar kjarabætur í nýjum tillögum að almannatryggingum!
Eftir margra ára vinnu við endurskoðun almannatrygginga eru komnar fram tillögur að nýju almannatryggingakerfi.En í nýju tillögunum eru engar kjarabætur fyrir aldraða eða öryrkja.Það eru aðeins tillögur um að hækka eftirlaunaaldurinn ( lífeyrisaldurinn) í 70 ár á 24 árum og að einfalda kerfið. Það á að afnema frítekjumörk og framfærsluuppbót.Nefndin klofnaði.Öryrkjabandalagið og stjórnarandstaðan skrifar ekki undir tillögurnar.Öryrkjabandalagið segir,að staða þeirra sem hafi minnsta starfsgetu versni við atvinnuþátttöku,t.d. þeirra sem eru 75% öryrkjar. Hins vegar batnar staðan eitthvað hjá þeim,sem eru 50% öryrkjar.
Ekki á að skerða kjörin vegna afnáms framfærsluuppbótar heldur verður hún felld inn í lífeyrinn.Skerðing verður 45 % hjá öllum en sem fyrr segir verða öll frítekjumörk afnumin.Í fljótu bragði verður ekki séð,að neinn ávinningur sé af þessum tillögum nema menn telji til bóta,að fresta töku lífeyris. Um það atriði eru mjög skiptar skoðanir.Lífeyrisþegar höfðu vonir um,að nýjar tillögur um almannatryggingar mundu bæta kjör aldraðra og öryrkja. En svo er ekki.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.