Kristján Þór hefur fjársvelt heilsugæsluna.Fær 9% minna fé en 2008!

Hvernig stendur á því,að heilbrigðisráðherra,Kristján Þór Júlíusson,sem hefur verið  2 1/2 ár í embætti hefur ekkert gert á þeim tíma til þess að efla heilsugæsluna.Hún hefur í dag 9% minna fjármagn en 2008.Samt er verulegur afgangur á fjárlögum.Það hefur fjölgað um 17000 á höfuðborgarsvæðinu en samt hefur ekki verið fjölgað um neina heilsugæslustöð frá árinu 2004.Er það eins og Sigríður Ingibjörg,formaður velferðarnefndar alþingis, segir,að Sjálfstæðisflokkurinn hafi vísvitandi verið að svelta heilsugæsluna til þess að undirbúa einkarekstur.Allt bendir til þess. Heilsugæslunni hefur verið haldið í heljargreipum;hún fjársvelt og heimahjúkrun,sem heyrir undir hana einnig fjársvelt!En nú kemur Kristján Þór eins og frelsandi engill og segir,að hann ætli að opna 3 nýjar einkareknar stöðvar.Nú eru allt í einu til peningar af því að einkaaðilar eiga í hlut.Kristján Þór var í kastljósi í gær og Þóra Arnórsdóttir spurði hann hvers vegna ekki hefðu verið opnaðar nýjar heilsugæslustöðvar fyrr. Hann vildi ekki svara því en sagði: Við hljótum,að vera sammmála því að fagna opnun nýrra heilsugæslustöðva.Það er eitthvað rotið við þetta.Ríkið rekur heilsugæsluna.M.ö.o.: Kristján Þór er sjálfur með málið i sínum höndum.Hann hefur ekki í 2 1/2 ár getað opnað eina einustu heilsugæslustöð á höfuðborgarsvæðinu þrátt fyrir mikla fjölgun en um leið og einkaaðilar vilja opna einkareknar heilsugæslustöðvar er rokið til og slíkar stöðvar opnaðar.Er meiningin að leyfa einkaaðilum að græða á sjúklingunum? Hangir það á spýtunni?Helst var að heyra á ráðherranum í kastljósi að nú ætti meira að segja að fara að efna gömul lagaakvæði um að ráða sálfræðinga og næringarfræðinga á heilsugæslustöðvarnar!En það hefur ekki verið gert á ríkisreknu heilsugæsustöðvunum.Hér er allt á sömu bókina lært: Ráðherra opnar faðminn um leið og einkareknar heilsugæslustöðvar eiga að opna en hann hefur ekkert viljað vita af ríkisreksnum heilsugæslustöðvum þó þær heyri undir hann. Þær hafa verið í algeru fjársvelti og heimahjúkrun líka.Heimahjúkrun hefur verið stórlega undirmönnuð.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góðan daginn Björgvin og þakka þér góðan pistil að vanda.

Eðlilega brosir ráðherra Sjálfstæðisf. fallega nú, þegar hann fær að einkavæða ákveðna þjónustu i heilbrigðiskerfinu okkar.  Hugsjón þeirra er jú að einkavæða ALLT sama hvaða nöfnum það nefnist.

Stjórnartaumarnir í höndum þessara manna munu leiða til þess, að ekkert það sem nú er okkar mun vera það lengur.

Heilbrigðiskerfið okkar, Landsvirkjun og bankarnir sem við höfum nú eignast aftur, EKKERT mun vera áfram i eigu þjóðarinnar. Kapitalistarnir munu ef þeir fá umboð til þess,  með einu pennastriki koma þessu öllu til sin og sinna og greiða smáaura fyrir.

Leynimakk í reykfylltum bakherbergjum eru þeirra ær og kýr. Hver man ekki Borgunarmálið nýverið þar sem framin var þjófnaður um hábjartan dag, þjófnaður sem einkenndist af þeirri grímulausu spillingu sem hér flæðir um stræti og torg. þar hurfu 5-8 milljarðar i græðgisvasa gæðinganna, milljarðar sem með réttu eru peningarnir okkar og hefðu svo sannarlega komið sér vel fyrir þá, sem lepja hér dauðann úr skel.

Heilbrigðiskerfið er það kerfi sem nú er í mestri hættu, það hefur með einbeittum vilja verið fjársvelt þannig að það getur ekki talist mannsæmandi lengur eins og allir vita sem vilja vita.

En BINGO þá komum við riddararnir á hvítu hestunum, SJÁLFSTÆÐISMENN !,kapitalistar einkavæðingahugsunarinnar og reddum málunum, finnum einhverja velviljaða fjárfesta i vinahópnum til að greiða okkur smáaura fyrir  heilbrigðiskerfi sem við eyðilögðum sjálfir. Taka þetta yfir og redda málunum, skitt með það þótt eitthvað af sjúklingum geti ekki borgað fyrir þjónustuna, þeir kosta okkur hvort sem er allt of mikið og mega því gjarnan missa sín, meira fyrir okkur hina töffarna sem þegar eigum 80% af þjóðarkökunni, kannski eignumst við hana ALLA þegar afæturnar eru ekki til staðar lengur.

Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvernig þeir ætla að klóra yfir skítinn sem þeir hafa makað yfir okkur öryrkja, hluta eldri borgara og þá sem vinna myrkranna á milli og geta þó ekki litið glaðan dag vegna fjárhagserfiðleika. Að hugsa sér að í okkar auðuga landi skulu nú vera rúm 9,1% barna sem líða hér mismikinn skort.  Allt þetta í boði Sjalfstæðis og Framsóknar sem ekki hafa staðið við hin fögru loforð sem þeim tókst að ljúga inn á okkur fyrir síðustu kosningar og við kokgleyptum eins og flón. Hvenær ætli þjóðin vakni af þessari martröð og átti sig á því,  að þeir munu ALDREI verða neitt annað en það spillingar, græðgisafl sem þeir hafa alltaf verið.

Inga Sæland (IP-tala skráð) 1.3.2016 kl. 11:50

2 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Vel mælt Björgvin. Ég bloggaði um það sama í gær.

http://blog.pressan.is/gunnarsa/2016/03/02/einkavaeding-a-heilsugaeslu/

Kær kveðja

Gunnar Skúli

Gunnar Skúli Ármannsson, 3.3.2016 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband