Miðvikudagur, 2. mars 2016
Stjórnaði ríkisstjórnin endurskoðunarnefndinni?
Það vekur furðu,að enda þótt mjög stór nefnd,fulltrúa hagsmunasamtaka og allra stjórnmálaflokka,hafi unnið að endurskoðun almannatrygginga í mörg ár kemst nefndin að nákvæmlega sömu niðurstöðu og ríkisstjórnin varðandi upphæð lífeyris aldraðra og öryrkja!Þetta bendir til þess að ríkisstjórnin hafi fjarstýrt nefndinni eða a.m.k. meirihluta hennar og nefndin hafi ekki haft neinn sjálfstæðan vilja. Hvernig má það t.d. vera,að enda þótt öllum sé ljóst,að lífeyrir aldraðra og öryrkja sé alltof lágur og dugi ekki fyrir brýnustu nauðsynjum.a.m.k ekki hjá þeim lífeyrisþegum,sem eingöngu hafa tekjur frá TR,þá skuli nefndin samt komast að þeirri niðurstöðu,að lífeyrir eigi að vera "akkúrat" eins og hann er í dag. Ekki þurfi að hækka hann neitt. Þarna hefur leiðandi hönd ríkisstjórnarinnar verið að verki. Og ljóst er af ósmekklegum ummælum formannsins um Öryrkjabandalagið,að hann hefur fyrst og fremst litið á sig sem pólitískan handlangara,sem ætti að selflytja skoðanir ríkisstjórnarinnar inn í nefndina en ekki að starfa sjálfstætt og vinna faglega.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:07 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.