Fimmtudagur, 3. mars 2016
Endurskoðun TR: Engin hækkun lífeyris!
Það er almennt álit í þjóðfélaginu,að lífeyrir aldraðra og öryrkja frá almannatryggingum sé of lágur.Þetta er álit Öryrkjabandalagsins,kjaranefndar Félags eldri borgara,Talnakönnunar og fleiri aðila.Það er viðurkennt,að ekki sé unnt að lifa mannasæmandi lífi af þeim lífeyri,sem lífeyrisþegar fá frá TR (rúmlega 200 þúsund á mánuði fyrir einhleypinga).Hér er átt við þá,sem eingöngu hafa tekjur frá TR.
Það hefði mátt ætla,þegar verið er að endurskoða kerfi almannatrygginga,að lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði leiðréttur og hækkaður þannig,að hann yrði viðunandi.En svo var ekki. Nefndin um endurskoðun almannatrygginga leggur tilllögur sínar fram án nokkurrar hækkunar á lífeyri aldraðra og öryrkja.Lífeyrir er nákvæmlega sá sami eftir sem áður.Aðeins flokkum er fækkað en útkoman sú sama. Og vegna 45% skerðingar allra tekna er útkoman jafnvel verri hjá vissum aðilum en áður. Það eru engar kjarabætur í tillögunum en jafnvel kjaraskerðing hjá sumum aðilum.Slæm eftirtekja eftir margra ára nefndarstarf.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.