Mannréttindi stöðugt brotin á öldruðum og öryrkjum!

Ísland er aðili að mörgum alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Mikilvægastur þeirra er Mannréttindayfirýsing Sameinuðu þjóðanna.Samkvæmt henni eiga allir rétt á félagslegu öryggi. Og allir eiga rétt á lífskjörum, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan þeirra og fjölskyldna þeirra svo og rétt á félagslegri þjónustu, rétt til öryggis vegna veikinda, elli eða annars, sem skorti veldur. Það er ekki verið að framfylgja þessum ákvæðum hér á sama tíma og hópur aldraðra og öryrkja hefur ekki fyrir mat í lok hvers mánaðar. Í stjórnarskrá Íslands eru einnig ákvæði, sem vernda aldraða og öryrkja. Í 76.greininni segir, að veita eigi aðstoð vegna elli og sjúkleika, ef þörf krefur. Þetta ákvæði hefur verið túlkað svo, að ríkið eigi að veita öldruðum og öryrkjum kjör, sem tryggi að þessir aðilar geti lifað eðlilegu lífi í samfélaginu. Þeir geta það ekki á meðan ríkið skammtar lífeyrinn frá TR svo naumt, að hann nægir ekki fyrir brýnustu nauðsynjum. Lífeyrisþegar, sem einungis hafa greiðslur frá almannatryggingum, verða að neita sér um læknishjálp eða lyf og hafa iðulega ekki nóg fyrir mat.Í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum segir, að ekki megi færa kjör aldraðra og öryrkja til baka nema áður hafi verið kannað hvort önnur úrræði séu fyrir hendi. Eftir þessu ákvæði hefur ekki verið farið hér á landi. Mismunun er bönnuð samkvæmt alþjóðlegum mannréttindasáttmálum. Þau ákvæði eru þverbrotin hér á landi. Eldri borgarar eru látnir sitja á hakanum á sjúkrahúsunum. Þeir yngri hafa forgang þar. Eldri borgarar eru einni g látnir mæta afgangi á vinnumarkaðnum. Þeir yngri sitja fyrir um v innu. Sama gildi um kjaramálin. Þó launþegar fái miklar og almennar launahækkanir eru aldraðir skildir eftir, sbr sl. ár, þegar eldri borgarar voru látn ir bíða í 8 mánuði eftir kjarabótum, í kjölfar launahækkana, sem launþegar fengu.Þegar lífeyrisþegar fengu loks smáhækkun,var hún miklu minni en launahækkun verkafólks.Lífeyrisþegar fengu ekki afturvirka hækkun eins og  margir aðrir svo sem ráðherrar,alþingismenn,embættismenn og dómarar.

Björgvin Guðmundsson viðskiptafræðingur

 

   

 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju er þetta ekki kært fyrir þessarri alþjóðlegu mannrettindastofnun?

Hvað með Umboðsmann Alþingis?

Er virkilega engin öflugur talsmaður fyrir þessa hópa sem getur gert meira en bara skrifa máttlaus fúkyrði í blöðum og samfélagsmiðlum?

kv. Paul R Smith

060340 6179

Paul Ragnar Smith (IP-tala skráð) 4.3.2016 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband