Laugardagur, 5. mars 2016
Almannatryggingar:Engin skerðing vegna atvinnutekna í Noregi
Í Noregi mega eldri borgarar hafa ótakmarkaðar atvinnutekjur án þess,að þær skerði lífeyrinn frá almannatryggingum.Þetta fyrirkomulag hvetur heilsugóða eldri borgara til þess að vera lengur en ella á vinnumarkaðnum. Í Danmörku er engin skerðing vegna atvinnutekna,sem nema 490 þúsund krónum á mánuði og minna En atvinnutekjur umfram það mark eru skertar um 30% hjá almannatryggingum.Hér á landi er eldri borgurum refsað fyrir að vinna. Lífeyrir eldri borgara hjá TR er skertur grimmilega,ef aldraðir hafa atvinnutekjur.Frítekjumark er aðeins 110 þúsund krónur á mánuði. Atvinnutekjur umfram það mark skerða lífeyrinn hjá TR.Samkvæmt nýjum tillögum um almannatryggingar verður skerðingin jafnvel meiri.Þeir,sem hafa 195 þúsund króna atvinnutekjur á mánuði eða minna, munu fá meiri skerðingu en í dag.
Auðvitað eigum við að taka Norðmenn til fyrirmyndar í þessu efni og hætta að skerða lífeyri aldraðra hjá TR vegna atvinnutekna.Ríkið fær skatttekjur af öllum atvinnutekjum svo þessi breyting kostar ríkið ekki svo mikið.
Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.