Sunnudagur, 6. mars 2016
Grunnlífeyrir margfalt hærri í grannlöndum okkar en hér!
Grunnlífeyrir almannatrygginga á Íslandi er kr.39800 fyrir skatt.Í grannlöndum okkar nema Finnlandi er grunnlífeyrir margfalt hærri en hér.Hann er á bilinu kr. 118 þúsund-129 þúsund á mánuði.Athyglisvert er,að grunnlífeyrir er hæstur í Bretlandi.Aðeins í Finnlandi er hann aðeins fyrir neðan 100 þúsund kr. á mánuði.
Ísland rekur lestina á þessu sviði eins og fleirum á sviði almannatrygginga.Tekjuskerðingar eru einnig miklu meiri í almannatryggingum hér en í grannlöndum okkar. Og heildarlífeyrir aldraðra og öryrkja er miklu lægri.
Það er sárgrætilegt hvernig íslenskir stjórnmálamenn eru búnir að eyðileggja almannatryggingakerfið íslenska.Þegar almannatryggingar voru stofnaðar af nýsköpunarstjórninni,sem sat 1944-1946,lýsti stjórnin því yfir,að almannatryggingarnar ættu að vera fyrir alla án tillits til stéttar eða efnahags og að þeir ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í V-Evrópu. Almannnatryggingarnar fóru vel af stað og voru í fremstu röð fyrst í stað en síðan hafa þær stöðugt dregist aftur úr.Þær reka nú lestina meðal grannlanda okkar. Og nú keppast misvitrir stjórnmálamenn og jafnvel verkalýðsforingjar við að lýsa því yfir,að almannatryggingarnar eigi að vera fyrir þá fátækustu,eins konar fátækraframfærsla.Það var aldrei meiningin þegar tryggingarnar voru stofnaðar.
Það þarf að efla almannatryggingarnar myndarlega og gera þær að því,sem þær áttu að vera.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:35 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.