Nýju tillögurnar: Engin hækkun hjá þeim,sem hafa einungis tekjur frá TR!

Í gærkveldi voru mjög villandi fréttir í sjónvarpi RUV um nýju tillögurnar um almannatryggingar.Það mátti skilja frásögn RUV svo,að nýju tillögurnar mundu færa lífeyrisþegum hækkun lífeyris þó ekki væri um neinar tekjur aðrar að ræða en frá Tryggingastofnun ríkisins.En svo er ekki. Einhleypir lífeyrisþegar fá í dag 246 þús. kr.  á mánuði fyrir skatt frá TR og 207 þús. eftir skatt.Og samkvæmt nýja kerfinu mun þeir áfram fá sömu upphæð,246 þús kr á mánuði fyrir skatt og 207 þúsund kr á mánuði eftir skatt.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband