Tillögur um almannatryggingar misheppnaðar!

Það er nú komið í ljós,að tillögur um endurskoðun almannatrygginga eru misheppnaðar. Þetta sést best á því,að Öryrkjabandalagið og Landssamband eldri borgara gera alvarlegar athugasemdir við nefndarálitið.Öryrkjabandalagið neitaði að rita undir nefndarálitið vegna óánægju með tillögur meirihluta nefndarinnar.Landssamband eldri borgara gerði einnig verulegar athugasemdir við álit  nefndarinnar.Landssambandið taldi 45% skerðingu tekna alltof mikla  og vitnaði til þess að í Noregi væri engin skerðing og í Danmörku 30% skerðing eftir frítekjumark atvinnutekna.Stjórnarandstöðuflokkarnir gerðu einnig miklar athugasemdir við nefndarálitið og skiluðu séráliti.

Ég tel tillögur nefndarinnar meingallaðar. Í fyrsta lagi gera tillögur nefndarinnar ekki ráð fyrir neinni hækkun lífeyris aldraðra og öryrkja heldur óbreyttri upphæð einhleypinga hjá þeim sem eingöngu fá tekjur frá TR.Í öðru lagi eru tekjutengingar alltof miklar og of lítið dregið úr skerðingum. Í því sambandi bendi ég á álit LEB.En auk þess tel ég,að það eigi að afnema með öllu skerðingu lífeyris eldri borgara hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóðum.Tryggingastofnun eða stjórnvöld eiga ekkert með það að vaða ofan í lífeyri eldri borgara. Hann er þeirra eign.Ég tel auk þess að stórhækka eigi lífeyri aldraðra og öryrkja í samræmi við neyslukönnun Hagstofu Íslands og að þessi lífeyrir eigi að hækka í 321 þúsund á mánuði í áföngum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Björgvin-það má ekki gefa eftir með þetta mál.

 Það er með þetta eins og annað á þessu landi- tvær þjóðir búa her- þeir vel stæðu sem aldrei hafa orðið fyrir fjárhags- eða heilsufarslegum áföllum og hinum sem standa einir gegnum endalaus áföll og eru öreigar á efri árum.

 kv.

Erla Magna Alexandersdóttir, 7.3.2016 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband