Miðvikudagur, 9. mars 2016
Verið að skerða grunnlífeyri á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði!
Núverandi ríkisstjórn afturkallaði tvö atriði kjaraskerðingarinnar frá 1.júlí 2009.Hún afturkallaði m.a.skerðingu grunnlífeyris vegna greiðsna úr lífeyrissjóði.En samkvæmt nýjum tillögum um almannatryggingar á að byrja að skerða grunnlífeyri á ný af þessum sökum.Ef tillögur nefndar um endurskoðun almannatrygginga verða að veruleika verður grunnlífeyrir skertur aftur vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Félag eldri borgara í Reykjavík og Landssamband eldri borgara mótmæltu skerðingu grunnlífeyris 2009 og kröfðust þess,að sú skerðing yrði afturkölluð. Við þessu var að lokum orðið. En það stendur ekki lengi miðað við tillögurnar um endurskoðun almannatrygginga.2-3 þúsund lífeyrisþegar missa greiðslur sínar frá almannatryggingum,ef tillögurnar verða að veruleika.Í dag skerðist grunnlífeyrir ekki vegna greiðsna úr lífeyrissjóði og þannig á það að vera.Það er engin kreppa núna og því ekki nauðsynlegt að grípa til kreppuráðstafana.
Landsamband lífeyrissjóða leggst gegn því,að grunnlífeyrir sé skertur vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Það er grundvallaratriði að staðinn verði vörður um grunnlífeyrinn.Segja má,að ef farið er að skerða grunnlífeyrinn breytist almannatryggingar í fátækraframfærslu en það var aldrei meiningin,þegar almannatryggingar voru stofnaðar.
Björgvin Guðmundsson
viðskiptafræðingur
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.