Stjórnarherrarnir hafa brugðist öldruðum og öryrkjum

Stjórnarherrarnir hafa brugðist öldruðum og öryrkjum.Enda þótt ekki sé nema rúmt eitt ár eftir af kjörtimabilinu eru þeir ekki enn farnir að efna stærsta kosningaloforðið frá 2013,þ.e. að leiðrétta lífeyri aldraðra og öryrkja vegna kjaragliðnunar krepputímans.   Stjórnarflokkarnir lofuðu því fyrir kosningarnar 2013 að hækka lífeyrinn til samræmis við hækkanir lægstu launa á tímabilinu 2009-2013.Það þarf að hækka lífeyri um rúmlega 20% til þess að leiðrétta þetta.Því miður bendir allt til þess,að stjórnarflokkarnir ætli að svíkja þetta stóra kosningaloforð.

Á síðasta ári bættist við ný kjaragliðnun. Lágmarkslaun hækkuðu þá um 14,5% frá 1.mai en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%.Til þess að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar krepputímans og síðasta árs þarf að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um 30%.Það munar um minna fyrir eldri borgara og öryrkja.Lífeyrir hækkar ekkert samkvæmt nýjum tillögum um almannatryggingar.Hann er nákvæmlega óbreyttur hjá þeim,sem eingöngu hafa tekjur frá almannatryggingum. Þar eru engar kjarabætur.Þeir sem hafa atvinnutekjur sæta kjaraskerðingu samkvæmt nýju tillögunum!

 Ríkisstjórnin afturkallaði 2013 tvö atriði kjaraskerðingar frá 1.júlí 2009: Hún leiðrétti grunnlífeyrinn  þannig að lífeyrissjóðsgreiðslur mundu ekki áfram skerða grunnlífeyrinn og hún hækkaði frítekjumark vegna atvinnutekna á ný.Með tillögunum um breytingar á almannatrygingum tekur ríkisstjórnin þetta hvort tveggja til baka. Tillögurnar gera ráð fyrir að farið verði að skerða grunnlífeyri á ný en í dag er engin skerðing á grunnlífeyri vegna lífeyrissjóðsgreiðslna.Aðrir,sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði verða örlítið betur settir.Felld eru niður öll frítekjumörk,þar á meðal vegna atvinnutekna.Gangi þetta eftir hefur ríkisstjórnin ekki efnt eitt einasta af kosningaloforðunm frá síðustu kosningum!

Það er alveg sama hvað ríkisstjórnin fær margar áskoranir um að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja svo unnt sé að lifa af lífeyrinum.Hún gerir ekkert í því máli.Og hún efnir ekki kosningaloforðin.Það verður því að fara nýjar leiðir til þess að knýja fram nægilegar leiðréttingar. Það sem helst kemur til greina í því sambandi er tvennt: Málaferli gegn ríkinu eða framboð eldri borgara.Það er búið að reyna allar aðrar leiðir. Þær ganga ekki.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband