Fimmtudagur, 10. mars 2016
Nýjar tillögur um TR:Greiðslur úr lífeyrissjóði eiga að skerða grunnlífeyri !
Eins og ég hefi skrifað um áður gera nýjar tillögur um almannatryggingar ráð fyrir því,að grunnlífeyrir verði skertur á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði enda þótt tiltölulega nýlega sé búið að afnema skerðingu grunnlífeyris.Að öðru leyti er það svo,að greiðslur úr lífeyrissjóði skerða örlítið minna lífeyri almannatrygginga en áður. Sem dæmi má nefna,að sá sem hefur 70 þúsund kr úr lífeyrissjóði á mánuði mun sæta 31.500 kr skerðingu eftir skatt í stað 41.000 kr. skerðingu.Þar munar 9500 kr.Sá,sem hefur 200 þús kr. lífeyrissjóðstekjur á mánuði sætir 90 þús króna skerðingu í dag eftir skatt og í nýja kerfinu verður skerðingin nákvæmlega sú sama.Sá sem hefur 150 þús kr úr lífeyrissjóði fær 66 þús kr. skerðingu eftir skatt í dag en það verður 67.500 kr skerðing eða 1500 kr meiri en áður.(Byggt á reiknivél TR) Af þessum tölum sést,að það er lítil breyting varðandi áhrif lífeyrissjóðs á lífeyri almannatrygginga og ekki öll til góðs fyrir lífeyrisþega.En áhrifin varðandi skerðingu lífeyris TR vegna atvinnutekna eru slæm.Þar versna kjörin verulega frá því sem nú er.
Ég tel,að afnema eigi með öllu skerðingu lífeyris almannatrygginga vegna lífeyrissjóðs og stórhækka þarf lífeyri aldraðra og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.