Föstudagur, 11. mars 2016
Lofaði að afnema allar skerðingar.En í stað þess kemur skerðing grunnlífeyris!
Fyrir alþingiskosningarnar 2013 lofaði Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins því í bréfi til eldri borgara að afnema alla tekjutengingu í kerfi almannatrygginga.Það þýðir m.a. að afnema átti skerðingu lífeyris eldri borgara hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Ekki er farið að efna þetta loforð enn. Og ekkert bólar á efndum þess. En í staðinn er nú ætlunin að byrja nýja skerðingu aftur,þ.e. skerðingu grunnlífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Þessi skerðing var afnumin sumarið 2013 en nú er þessi skerðing komin fram aftur í tillögum nefndar ríkisstjórarinnar um endurskoðun almannatrygginga.Þetta er slæm tillaga.Ég segi:Það á að afnema alla skerðingu lífeyris aldraðra hjá TR vegna greiðslna úr lífeyrissjóði. Lífeyrisþegar eiga lífeyrinn í lífeyrissjóðunum.Ríkið má ekki hreyfa hann.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:29 | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir Björgvin, ég er líka orðin óskaplega langeyg eftir eftir efndum á afnámi skerðingar á ellilífeyri hjá TR. Ég var ríkisstarfsmaður í 45 ár og hlakkaði til ævikvöldsins þegar kæmi að greiðslum úr Lífeyrissjóði ríkisstarfmanna til vibótar ellilífeyri frá TR. En nei takk, mér hefur heldur betur verið refsað fyrir að eiga lífeyrissjóð alveg frá fyrsta degi ellilífeyris hjá TR með skerðingu á greiðslum frá TR. Í stað þess að fá fullan ellifeyri frá TR hefur skerðingin verið rúmar 130.000 kr á mánuði allt frá 67 ára aldri eða í 32 máuði, eða alls 4.160.000. Þetta er hróplegt ranglæti, sem ég veit að allir lífeyrisþegar hafa verið beyttir. Stjórnvöld ættu að skammast sín og leiðrétta þennan ósóma sem fyrst, ekki bara hjá mér heldur öllum sem hafa fengið skerðingu vegna greiðslna úr sínumlífeyrissjóðum. Það er skömm að þessu. Vitleysan byrjaði upp úr hruninu, þegar lífeyrisgreiðslum var með einu pennastriki breytt í lífeyristekjur, fáránlegt, heimasmíðað orð sem á engan rétt á sér, en hefur síðan þá verið notað óspart í þeim tilgangi að spyrða það saman við orðið launatekjur í þeim eina tilgangi að skerða lögmætan ellilífeyri. Mér er nokkuð sama þó að fyrri ríkisstjórn sé sek um glæpinn, krafan í dag er sú að núverandi ríkisstjórn leiðrétti okkar hlut nú þegar. Lífeyrigreiðslur eru ekki lífeyristekjur. Lífeyrisgreiðslur eru ekki laun.
Með baráttukveðju,
Guðrún Tryggvadóttir
Guðrún Tryggvadóttir (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.