Engin skerðing lífeyris hjá almannatryggingum í Svíþjóð vegna atvinnutekna!

Eldri borgarar  í Svíþjóð mega vinna án takmarkana  eftir að þeir taka út lífeyri sinn hjá almannatryggingum (ríkinu) án þess að sæta skerðingu lífeyris þar af völdum atvinnuteknanna.Þeir eru meira að segja hvattir til þess að vinna áfram, ef heilsan leyfir og velji þeir að gera það fá þeir skattaafslátt.Eina skilyrðið er að þeir séu orðnir 66 ára.Þeir mega einnig taka út hluta lífeyris síns.Með öðrum orðum: Kerfið er hliðhollt lífeyrisþegum.Ef þeir hins vegar velja að fresta töku lífeyris hækkar lífeyririnn,þegar hann er tekinn út.

 Kerfið er að þessu leyti svipað í Svíþjóð og í Finnlandi og í Noregi.Í Danmörku er kerfið örlítið óhagstæðara lífeyrisþegum að þessu leyti en þar mega  ellilífeyrisþegar þó vinna fyrir 490 þúsund krónum ísl  á mánuði (einhleypingar) en eftir það sæta þeir 30% skerðingu.

Með öðrum orðum:Kerfi almannatrygginga er hvergi á Norðurlndum eins óhagstætt lífeyrisþegum að þessu leyti og hér á landi. Hér er eldri borgurum og öryrkjum refsað fyrir að vinna eftir að þeir eru komnir á eftirlaunaaldur. Og í stað þess að taka sér hin Norðurlöndin til fyrirmyndar í þessu efni og draga  úr skerðingu lífeyris hjá TR vegna atvinnutekna eða afnema skerðingar með öllu eins og Bjarni Benediktsson lofaði fyrir síðustu kosningar (í bréfi til eldri borgara) eru lagðar fram tillögur um breytingar á almannatryggingum, sem auka skerðingu lífeyris hjá TR vegna atvinnutekna.Krafa okkar eldri borgara er sú,að þessi skerðing verði afnumin með öllu.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband