Komin þreyta í stjórnarsamstarfið?Ágreiningur um fæðingarorlofið

Þess verður nú vart,að komin sé þreyta í stjórnarsamstarfið.Þess gætir einnig,að stutt er i kosningar og stjórnarflokkarnir telja greinilega nauðsynlegt að greina sig hvorn frá öðrum svo kjósendur átti sig á því,að Framsókn og íhald sé ekki sami flokkurinn.

En þingmenn stjórnarflokkanna eru misjafnlega vandir að virðingu sinni i þessum efnum og nota mismunandi aðferðir,ekki allar eðlilegar. Til dæmis rýkur Guðlaugur Þór þingmaður Sjálfstæðisflokksins upp og ræðst á Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra fyrir hugmyndir hennar um að lengja fæðingarorlof og hækka upphæðirnar.Guðlaugur Þór talar um ráðherrann eins og einhvern óbreyttan þingmann en ekki eins og ráðherra í ríkisstjórn, sem hann styður. Hann spyr hvort hún sé tilbúin að spara jafnmikla upphæð og aukning fæðngarorlofs kosti; og talar um óábyrgan tillöguflutning ráðherrans!Þessi framkoma Guðlaugs Þórs er óskiljanleg nema hann sé að nota óvönduð "meðöl" til þess að reyna að ná í atkvæði meðal harðra hægri manna. Eygló Harðardóttir skipaði starfshóp til þess að athuga fæðingarorlofið.Hópurinn var undir forustu Jóns Birkis Jónssonar fyrrverandi þingmanns Framsóknar en hann nýtur virðingar.Félagsmálaráðherra vill framkvæma tillögur starfshópsins og lengja fæðingarorlofið og hækka upphæðir þess. það er því furðulegt, að Guðlaugur Þór skuli gera harða árás á félagsmálaráðherrann.Þetta er enn skrítnara,þegar haft er í huga,að Guðlaugur Þór er mjög handgenginn fjármálaráðherranum og því líklegt,að þessi árás á félagsmálaráðherrann sé gerð með vitund og vilja fjármálaráðherra.Mönnum er í fersku minni hvernig fjármálaráðherra lagðist gegn húsnæðismálafrumvörpum félagsmálaráðherra og hélt þeim í gíslingu mánuðum saman. Sennilega á að endurtaka  leikinn gegn fæðingarorlofinu.Eygló vill gera endurbætur í húsnæðismálum  og virðist vilja lengja og hækka fæðingarorlofið.Það var að vísu fyrsta verk hennar sem félagsmálaráðherra að skera fæðingarorlofið niður og taka til baka þá hækkun,sem ríkisstjórn Jóhönnu hafði ákveðið. En batnandi manni er best að lifa.

Vonandi lætur Eygló Sjálfstæðisflokkinn ekki fara eins með sig í fæðingarorlofsmálinu eins og í húsnæðismálunm. Það er öruggur meirihluti á þingi fyrir aukningu fæðingarorlofs þannig,að ef Sjálfstæðisflokkurinn dregur lappirnar í þvi  máli getur Eygló afgreitt það með stjórnarandstöðunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þú ert góður að spá í spilin Björgvin, en sérð illa það sem blasir við. Eygló á hvergi heima í íslenskri pólitík nema með kommúnistum því hún er ráðstjórnar manneskja sem kallar yfir okkur útgjöld án samráðs og hvatar til að finna fé til þeirra útgjalda. 

Hrólfur Þ Hraundal, 15.3.2016 kl. 07:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband