Þriðjudagur, 15. mars 2016
Öryrkjar gagnrýna tillögur um almannatryggingar harðlega
Í greinargerð Öryrkjabandalagsins um nýjar tillögur um almannatryggingar er hörð gagnýni öryrkja á tillögurnar.Þeir gagnrýna,að lítil umræða hafi verið í endurskoðunarnefndinni um fjárhæðir lífeyrisgreiðslna en það atriði skipti örorkulífeyrisþega einna mestu máli í dag.Miklar launahækkanir hafi orðið á vinnumarkaði en lífeyrisþegar hafi setið eftir.Í tillögunum sé algerlega horft framhjá kjaragliðnun síðustu ára.Og minnt er á,að fyrir síðustu alþingiskosningar hafi verið gefin loforð um leiðréttingu kjaragliðnunar,sem orðið hafi í kjölfar efnahagshrunsins.Ekki hefur verið staðið við þau.
Þá gagnrýnir Öryrkjabandalagið miklar tekjuskerðingar og telur þær alltof of miklar.45% skerðingarhlutfall sé of hátt og í mörgum tilvikum fari það hærra.Öbi gagnrýnir einnig starfsgetumatið og getur ekki samþykkt það. Öbi hefur sett fram eigin tillögur um slíkt mat og slíkt fyrrkomulag: Virkt samfélag.Þar er hvati til atvinnuþátttöku tryggður með frítekjumarki.Öbi vill halda grunnlífeyri áfram utan hins sameinaða lífeyris.
Samkvæmt tillögum endurskoðunarnefndarinnar munu 75% öryrkjar og öryrkjar með enn meiri örorku ekki geta unnið neitt án þess að lífeyrir hjá tryggingum skerðist.Það verður engin vinnuhvati fyrir þá,aðeins fyrir 50% öryrkja. Þetta er ekki sanngjarnt. M.ö.o. Ekkert samkomulag er um tillögur endurskoðunarnefndarinnar. Stjórnarandstaðan á þingi hefur einnig gert margar svipaðar athugasemdir og Öbi. Það er því ekkert samkomulag þrátt fyrir margra ára vinnu. Málið er allt í uppnámi.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.