Krafan er:Enga skerðingu lífeyris hjá TR vegna lífeyrissjóða.Við eigum lífeyrinn i lífeyrissjóðunum

 

Það liggur fyrir,að tillögurnar um endurskoðun almannatrygginga auka skerðingu lífeyris aldraðra og öryrkja hjá almannatryggingum vegna atvinnutekna.Öryrkjar eru mjög óánægðir með þennan þátt tillagnanna enda versnar staða 75% öryrkja á vinnumarkaðnum mikið og má það furðulegt teljast. Stuðningsmenn tillagnanna gera mikið úr því, að skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði minnki en sá ávinningur er sáralítill.Og í sumum tilvikum enginn,heldur eykst skerðingin.Sem dæmi má taka, að þeir sem hafa 150 þúsund krónur úr lífeyrissjóði munu fá 67.500 króna skerðingu hjá TR,eftir skatt en í dag er skerðingin 66 þúsund kr. Með reiknikúnstum,útreikningum fyrir skatt, má fá  út  meiri ávinning á pappírnum í vissunm tilvikum en eftir skatt. En lífeyrisþegar hafa ekki gagn af reiknikúnstum.

Það eina,sem gildir er þetta: Það á að afnema skerðingu lífeyris aldraðra og öryrkja hjá TR vegna lífeyrissjóða með öllu eins og lofað var fyrir kosningar.Við lífeyrisþegar eigum lífeyrinn í lífeyrissjóðunum. .En smáskammtalækningar og einhver hungurlús duga ekki. Aldraðir og öryrkjar hafa ekki gagn af því.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband