Verið að níðast á öldruðum og öryrkjum."Eignaupptaka" heldur áfram!

Krafa  eldri borgara hefur verið sú undanfarið,að lífeyrir þeirra hækki jafnmikið og lágmarkslaun.Þess vegna kröfðust þeir þess að fá sömu hækkun á lífeyri frá 1.mai eins og verkafólk samdi um og að fá hækkun á lífeyri í 300 þúsund krónur á 3 árum eins og laun verkafólks áttu að hækka um fram til 2018.Lágmarkslaun hækkuðu um 14,5% 1.mai 2015 en aldraðir og öryrkjar fengu ekki hækkun fyrr en 1.janúar 2016 og þá miklu minni hækkun eða 9,7%.Það hefði verið lágmark,að sú hækkun hefði verið afturvirk og gilt frá 1.mai 2015 en svo var ekki.Ráðherrar,þingmenn,embættismenn og dómarar fengu hins vegar afturvirka hækkun frá 1.mars og fengu það allt greitt fyrir jólin 2015!Þannig er réttlæti ríkisstjórnarinnar.

Laun hækkuðu aftur um 6,2% 1.janúar 2016.Alls hafa laun verkafólks því hækkað um 20,7 prósentustig á 8 mánuðum en á sama tímabili hækkaði lífeyrir aldraðra og öryrkja aðeins um 9,7%.Krafa aldraðra og öryrkja er sú,að þessi munur verði jafnaður strax og greiddur afturvirkt eins og gert var hjá ráðherrum,þingmönnum,embættismönnum og dómurum.

Það sem er að gerast hér í kjaramálum aldraðra og öryrkja er gróft mannréttindabrot.Það er verið að mismuna lífeyrisfólki og launafólki.Aldraðir og öryrkjar fá aðeins brot af því sem launafólk fær og löngu seinna.Það er verið að níðast á öldruðum og öryrkjum.

 Stjórnvöld hafa margoft sagt,að aldraðir og öryrkjar fengju kjarabætur þegar leiðrétting yrði gerð á almannatryggingum. En nú er komið í ljós,að svo verður ekki. Lífeyrir aldraðra og öryrkja hækkar ekkert samkvæmt nýju tillögunum.Þeir,sem hafa einungis tekjur frá almannatryggingum fá ekki eina krónu í hækkun.Og þeir sem treysta á að vinna fyrir einhverju samhliða að fá lífeyri munu sæta kjaraskerðingu miðað við það sem er í dag.Þeim verður refsað ,sem hafa 75% örorku og meiri.Þeir munu sæta skerðingu fyrir hverja krónu sem þeir vinna sér inn.Skerðing vegna greiðslna úr lífeyrissjóði heldur áfram.Byrjað verður að skerða grunnlífeyri hjá TR aftur vegna greiðslna frá lífeyrissjóði.Og sáralítinn ávinning er að finna vegna greiðslna úr lífeyrissjóði yfirleitt.Sá sem fær 200 þúsund krónur úr lífeyrissjóði mun sæta 90 þúsund króna skerðingu hjá TR(45%).það er eins og teknar verði 90 þúsund krónur af lífeyrinum,sem viðkomandi á í lífeyrissjóði.Það er ekki unnt að líkja þessu við neitt annað en eignaupptöku.Þetta gerræði heldur áfram.Það er með öðrum orðum ekkert eða lítið gagn í tillögum um endurskoðun almannatryggina. Ef mönnum finnst bót að fækkun lífeyrisflokka er það ávinningur og fresta á töku lífeyris úr 67 ára aldri í 70 ára aldur og gera þá breytingu á löngum tíma.Sumir fagna því.Þetta verður mikill sparnaður fyrir ríkið.En ég tel mikilvægast,að aldraðir og öryrkjar geti lifað mannsæmandi lífi af þeim lífeyri sem þeir fá frá TR en það munu þeir ekki geta samkvæmt nýjum tillögum um almannatryggingar.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sæll Björgvin, og takk fyrir þennan þakkarverða pistil.

Það er alveg óverjandi ástand innan Tryggingarstofnunar Ríkisins, og hefur verið óverjandi í fjöldamörg ár.

Eldri borgarar eru til dæmis sviknir um réttmætan lífeyri, samkvæmt EES-samningum. Þeir eru skertir á óverjandi hátt ef þeir vinna lengur en til 67 ára aldurs? Gjörsamlega ólöglegt samkvæmt reglum EES, sem Ísland er aðildarríki að?

Alveg óverjandi meðferð á heiðarlegum, vinnandi, en lífeyrisskattrændum eldri borgurum Íslands, síðustu ártuganna!

En samt lögfræðivarið af embættisstjórnsýslu-lögfræðistýrðum lífeyrissjóðunum? Ólöglegum og siðlausum óverjandi lögfræðiskrifstofum á dómstólasvika-Íslandi, leyfist að brjóta EES-reglur á Íslandi? Án afleiðinga af að brjóta EES-reglurnar?

Frímúrarasvika-embættis-stjórnsýsla! Í EES-lýðræðislandi?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2016 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband