Sunnudagur, 20. mars 2016
Eldri borgarar fái 300 þúsund á mánuði eins og verkafólk!
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni 18.febrúar sl voru eftirfarandi ályktanir samþykktar í kjaramálum:
Aðalfundurinn lýsir yfir fullum stuðningi við samning Starfsgreinasambandsins um, að mánaðarlaun verkafólks í sambandinu hækki í 300 þúsund krónur á mánuði á þremur árum.Fundurinn telur,að aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun og lífeyrir þeirra frá Tryggingastofnun að hækka í 300 þúsund krónur á mánuði. Í framhaldi af því beri að stefna að því, að lifeyrir aldraðra hækki í samræmi við niðurstöðu neyslukönnunar Hagstofunnar eins og Félag eldri borgara í Reyjavík hefur ályktað um.
Aðalfundurinn harmar neikvæð viðbrögð fjármálaráðherra við kröfu um
eðlilega leiðréttingu á lífeyri aldraðra í kjölfar nýrra kjarasamninga
verkalýðsfélagann. Krafa verkalýðshreyfingarinnar um 300 þúsund króna
lágmarkslaun 2018 hefur náð fram að ganga. Í samræmi við það eiga eldri
borgarar að fá sambærilega hækkun á sínum lífeyri enda er það
lögbundið, að við hækkun lífeyris sé tekið mið af launaþróun en lífeyrir
hækki þó aldrei minna en vísitala neysluverðs.Fundurinn skorar á
fjárnmálaráðherra að endurskoða afstöðu sína til leiðréttingar á lífeyri
eldri borgara.Sé það meining ríkisstjórnarinnar að hafa af eftirlaunafólki
sambærilega hækkun á lífeyri og fólk á almennum vinnumarkaði fær á sínum
launum er það hreint mannréttindabrot. Það er lögbundið hér og í samræmi við
alþjóðasamninga um mannréttindamál, að eldri borgarar njóti sama réttar og
aðrir þegnar þjóðfélagsins.
Hér er talað skýrt.Eldri borgarar ( og öryrkjar) eiga að fá sömu hækkun og verkafólk.Lífeyrir á þar af leiðandi að hækka í 300 þúsund á mánuði eins og hjá launafólki á sama tímabili. Ríkisstjórnin hefur ekkert viljað segja um það hvort aldraðir og öryrkjar eigi að fá sömu hækkun og launafólk.En auk þess á að leiðrétta kjör lífeyrisfólks afturvirkt frá 1.mai 2015.Eða eins og segir i ályktuninni:Annað er hreint mannréttindabrot.Eldri borgarar eiga að njóta sama réttar og aðrir þegnar þjóðfélagsins.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:32 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.