Fóllk treystir ekki gömlu flokkunum!

Í síðustu þingkosningum fékk Framsókn 24% atkvæða.  Í skoðanakönnunum undanfarið hefur Framsókn verið með 12 prósentustig.Flokkurinn hefur því tapað helmingi kjörfylgis síns,12 prósentustigum.Fjölmiðlum finnst þetta ekkert merkilegt eða fréttnæmt.Hins vegar tala fjölmiðlar stöðugt um hvað Samfylkingin hafi tapað miklu fylgi. Skv. skoðanakönnunum hefur hún  tapað 5 prósentustigum frá kosningum.Hún mælist með svipað fylgi og VG.Sjálfstæðisflokkurinn var lengi vel með 35-40 % fylgi. Í dag mælist það  23-27%. Það þykir heldur ekkert fréttnæmt hvað Sjálfstæðisflokkurinn hefur tapað miklu fylgi.Menn virðast ekki átta sig á því,að allir gömlu flokkarnir eru að tapa miklu fylgi og  fylgið fer yfir á Pirata. Það er vegna þess,að kjósendur treysta ekki gömlu flokkunum,þeir treysta ekki hefðbundnum stjórnmálamönnum.Þeir vilja eitthvað nýtt. Þessu ætti "gamall" fjölmiðlamaður eins og Páll Magnússon að átta sig á. Í næstu grein ætti hann að skilgreina hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn eru ekki lengur með það kjörfylgi sem þeir höfðu áður.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband