Mánudagur, 21. mars 2016
Aldraða vantar 75 þúsund á mánuði!
Fyrsta verkefni mitt fyrir kjaranefnd Félags eldri borgara fyrir rúmum 10 árum var að kanna hjá Hagstofunni hver framfærslukostnður aldraðra væri.Í ljós kom,að Hagstofan athugaði ekki framfærslukostnað eldri borgara.Hins vegar kannaði hún reglulega meðaltalsútgjöld heimila og einstaklinga í landinu.Ég hef fylgst með þeim tölum.Þetta er nokkurs konar neyslukönnun.
Niðurstaða síðustu neyslukönnunar Hagstofunnar var sú,að einhleypingur notaði að meðaltali 321 þúsund krónur á mánuði til neyslu ( meðaltals útgjöld).Skattar eru ekki inni í þessari tölu,ekki heldur sektir og nokkra aðra smærri liði vantar.Ég tel,að í neyslukönnun Hagstofunnar sé komist næst þvi að finna út framfærslukostnaðinn.Ég tel einnig,að þessar tölur gildi fyrir eldri borgara og öryrkja eins og aðra í þjóðfélaginu.Og ef einhverju munar er það helst svo,að vissir liðir í neyslukönnun Hagstofunnar eru lægri en hjá öldruðum og öryrkjum,t.d. lækniskostnaður og lyfjakostnaður.Aldraðir og öryrkjar eyða miklu meiri fjármunum í þessa liði til jafnaðar en nemur meðaltali þessara liða í neyslukönnun Hagstofunnar.
Með því,að engir skattar eru í tölum Hagstofunnar, er um sambærilega tölur að ræða og lífeyristölur almannatrygginga fyrir skatt.
Miðað við neyslukönnun Hagstofunnar og lífeyristölur TR vantar aldraðra 75 þúsund krónur á mánuði til þess að hafa nóg til neyslu.Húsnæði er meðtalið.Sama gildir um öryrkja.
Þegar þetta liggur fyrir er ekkert skrítið,að aldraðir og öryrkjar sem einungis hafa tekjur frá TR skuli ekki geta látið enda ná saman.Þá vantar 75 þúsund krónur á mánuði frá almannatryggingum.Það þarf að hækka lífeyrinn hjá þeim sem fyrst um þessa upphæð.Og aðrir eiga að hækka hlutfallslega. Það mætti hækka lífeyrinn í áföngum. En það þolir enga bið að byrja leiðréttinguna.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:19 | Facebook
Athugasemdir
bJÖRGVIN VIÐ ÞURFUM NANN Á ÞING.
sKORA Á ÞIG.
INNFLYTJENDUR HAFA UMBOÐSMANN- ÞAÐ ER EFTIRLIT MEÐ SKEPNUM- EN ELDRIBORGARAR HAFA EKKI NEINA FLOKKA EÐA FELÖG Á BAK VIÐ SIG.
Erla Magna Alexandersdóttir, 21.3.2016 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.