Heilbrigðismálin: Ísland og Finnand reka lestina!

Ólafur Ólafsson,fyrrverandi landlæknir og Gunnar Alexander Ólafsson hagfræðingur skrifa grein í Fréttablaðið í dag um fjármögnun heilbrigðisþjónustunnar.Þar segja þeir,að í hlutfalli af vergri þjóðarframleiðslu (VLF) á Íslandi verji Ísland og Finnland minna til heilbrigðismála en hinar Norðurlandaþjóðirnar.Árið 2014  lögðu Íslendingar 8,8% af VLF til heilbrigðismála,Finnar 8,7%,Norðmenn 9,2&,Danir 10,4% og Svíar 11%.Og ef Ísland ætlaði að leggja jafnmikið til heilbrigðismála sem hlutfall af VLF þurfi heilbrigðisútgjöld að aukast um  40 milljarða króna eða 20-25%.

Á tímabilinu 2000-2005 lögðu Íslendingar mest til heilbrigðismála af öllum Norðurlandaþjóðunum ( 10,1% 2003).Breytingin er með öðrum orðum sú,að áður veitti Ísland mest allra Norðurlanda til heilbrigðismála en í dag minnst.

Þeir Ólafur Ólafsson og Gunnar Alexander Ólafsson segja,að ekki hafi verið veitt meira til heilbrigðisþjónustu sem hlutfall af VLF á þessu kjörtimabili en því síðasta þrátt fyrir orðaflaum ráðherra um annað.

Ólafur Ólafsson fyrrum landlæknir nýtur mikils álits á sviði heilbrigðismála og Gunnar Alexander hefur unnið merkilegt starf fyrir Öryrkjandalagið.Hann er menntaður heilsuhagfræðingur.Það má því treysta þeirra tölum.

Ég tek undir orð þeirra,að í stað þess að tala um að svo og svo mikið hafi verið lagt í heilbrigðismál eigi ráðherrarnir að sýna í verki og með tölum raunverulega aukningu á fjármagni til heilbrigðismála. Miðað við batnandi hag þjóðarbúsins á að vera auðvelt að bæta stöðu heilbrigðismála þannig að hún standi jafnfætis þeim málum  í Svíþjóð,Noregi og Danmörku,eða m.ö.o. eins og undirskriftasöfnun Kára fer fram á.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband