Ríkið skuldar öldruðum og öryrkjum 30% hækkun lífeyris.Þurfa að fá þá hækkun strax!

Sjálfstæðisflokkurinn samþykkti á flokksþingi sínu fyrir kosningar 2013 að leiðrétta STRAX lífeyri aldraðra til samræmis við þær hækkanir sem orðið hefðu á lægstu launum frá 2009.Það hlýtur því að gilda það sama fyrir tímabilið frá 2013,þ.e. að leiðrétta eigi lífeyri vegna hækkunar lægstu launa 2013-2016

Leiðrétting vegna fyrra tímabilsins þýðir rúmlega 20% hækkun lífeyris. en leiðrétting vegna seinna tímabilsins þýðir 10 % hækkun lífeyris. Alls er hér um að ræða hækkun lífeyris um rúmlega 30 prósentustig.Þetta er sú hækkun á lífeyri,sem aldraðir og öryrkjar eiga hjá ríkinu.Þessir aðilar þurfa að fá þessa hækkun strax.Kjörin eru svo kröpp hjá mjög mörgum eldri borgurum og  öryrkjum,að þeir hafa ekki efni á því að lána ríkinu þetta lengur.Það er komið að skuldadögum hjá ríkinu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband