Borgarafundur um heilbrigðismáln: Efla þarf heilbrigðisþjónustuna mikið

RUV efndi til borgarafundar um heilbrigðismálin í gær.Mættir voru allir helstu framámenn í heilbrigðiskerfinu svo sem heilbrigðisráðherra,landlæknir,forstjóri Landspítalans,hjúkrunarforstjórar,formaður Læknafélagsins ,  framkvæmdastjóri  Heilsugæslunnar og borgarstjórinn í Rvk. Fulltrúar allra stjórnmálaflokkanna voru einnig mættir.Rætt var við fulltrúa almennings í sal og víðs vegar um land.

Það kom fram,að mikil óánægja er með heilbrigðiskerfið.Til dæmis það,að sjúklingar þurfi sjálfir orðið að borga svo mikið fyrir rannsóknir og aðgerðir,að þeir hafi ekki efni á því. (krabbameinsrannsóknir og aðgerðir).Landlæknir sagði,að heilsugæslan hefði verið vanrækt í marga áratugi.Spurt var hvers vegna væri fremur unnt að láta fé í heilsugæsluna,ef hún væri einkarekin en ef hún væri rekin af hinu opinbera.Ekki fengust svör við því!

Mikil gagnrýni kom fram á slaka geðheilbrigðisþjónustu; sérstaklega var gagnrýnt,að sálfræðiþjónusta væri ekki niðurgreidd eins og læknisþjónusta. Spurt var utan úr sal hvort stjórnarflokkarnir gætu stutt tilllögu stjórnarandstöðunnar um að niðurgreiða sálfræðiþjónustu t.d í framhaldsskólum. Svör voru loðin en helst var á ráðherrunum að skilja,að ekki yrði staðið gegn málinu.

Flestir voru á því að byggja ætti nýjan Landsspítala við Hringbraut og ekki mætti tefja verkið neitt.Gagnrýnt var harðlega hvað mikll skortur væri á hjúkrunarheimilum og fram kom,að ekkert verulegt átak hefði verið gert í byggingu hjúkrunarheimila frá því Árni Páll hefði sem félagsmálaráðherra sett í gang byggingu margra hjúkrunarheimla víða um land samkvæmt svonefndri leiguleið.Núverandi ríkisstjórn hefur ekki gert neitt sambærilegt átak i málaflokknum og er nú mikill skortur á hjúkrunarheimilum,einkum á höfuðborgarsvæðinu.300 eru á biðlista eftir hjúkrunarrými.

Það er mjög víða pottur brotinn í heilbrigðiskerfinu enda liggur nú fyrir,að framlög til kerfsins hafa ekki aukist á kjörtímabilinu þrátt fyrir orð um annað og að á Norðurlöndum reka Íslendingar lestina ásamt Finnum varðand framlög til heilbrigðismála  í hlutfalli af landsframleiðslu.84 þúsund Íslendingar hafa skrifað undir nauðsyn frekari aðgerða.(Undirskriftasöfnun Kára).Borgarafundurinn í Háskólabíó var gott framtak hja RUV.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband