Verkalýðshreyfingin styðji kjarabaráttu aldraðra!

Það hefur oft komið upp í röðum eldri borgara,að eðlilegt væri, að verkalýðshreyfingin styddi kjarabaráttu eldri borgara.Verkalýðshreyfingin átti þátt  í stofnun félaga eldri borgara.  Samtökum launafólks mun renna blóðið til skyldunnar að styðja kjarabaráttu aldraðra.Þegar Guðmundur Garðarsson fyrrverandi formaður VR átti sæti í stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík lagði hann til,að rætt yrði við verkalýðsfélögin um samstarf.Í framhaldi af því ræddu fulltrúar kjaranefndar félagsins við formenn VR og Eflingar og óskuðu samstarfs og stuðnings við kjarabaráttu félagsins.Þetta var fyrir nokkrum árum.Þáverandi formaður VR tók erindinu jákvætt.Fulltrúar kjaranefndar ræddu við forseta ASI um,að Alþýðusambandið styddi kjarabaráttu eldri borgara.Óskað var sérstaklega eftir því, að ASÍ beitti sér fyrir því í ákveðinni kjaradeilu,að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir veitti öldruðum (og öryrkjum) sömu hækkun á lífeyri og launþegar fengu samkvæmt  kjarasamningum.ASÍ samþykkti þetta og beitti sér fyrir þessu með mjög góðum árangri.ASÍ hefur hins vegar ekki alltaf barist fyrir þessu í kjaradeilum eða verkalýðsfélögin,sem samið hafa hverju sinni. En auðvitað ætti það að vera föst venja og  regla að verkalýðshreyfingin semdi á þennan hátt líka fyrir eldri borgara. Eldri borgarar hafa ekki afl á annan hátt til þess að knýja fram kjarakröfur sínar.Verkalýðshreyfingin verður  því að knýja kjarakröfur aldraðra fram.Stjórnvöld sýna kjaramálum aldraðra og öryrkja lítinn skilning og kjósa að láta einhvera brauðmola falla til þeirra.Kjaranefnd ræddi einnig við formann BSRB og óskaði samstarfs og stuðnings BSRB við kjarabaráttu félagsins.Formaður BSRB hefur verið jákvæður en hefur ekki sama afl og forseti ASÍ.

Ég tel,að það standi verkalýðshreyfingunni  næst að styðja kjarakröfur eldri borgara og knýja þær fram til sigurs.Það liggur nú fyrir,að nýjar tillögur um breytingar á almannatryggingum fela ekki í sér neina hækkun lífeyris hjá þeim,sem einungis hafa lífeyri frá TR.Það gerist þó ekki sé  unnt að lifa af þessum lífeyri. Verkalýðshreyfingin verður því að knýja fram leiðréttingu á lífeyrinum.Það stendur henni næst.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband