Spítalavist verði áfram gjaldfrjáls

Árið 2014 var heilbrigðisráðherra að undirbúa frumvarp um breytingar á heilbrigðisþjónustunni,sem hefði opnað fyrir gjaldtöku af spítalavist.Kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík  varaði við ráðagerðum ríkisstjórnarinnar um þessar breytingar á heilbrigðisþjónustunni, sem  gætu  stóraukið útgjöld eldri borgara,öryrkja og lágtekjufólks í heilbrigðiskerfinu.Heilbrigðisráðherra  boðaði frumvarp um eitt niðurgreiðslu-og afsláttarkerfi við kaup á heilbrigðisþjónustu ( lyf innifalin).Í frumvarpinu  yrði lagt til, að fella læknis,-lyfja-, rannsóknar-,  sjúkraþjálfunarkostnað og annan kostnað við heilbrigðisþjónustu undir eitt niðurgreiðslu og afsláttarfyrirkomulag.Sett yrði þak á þátttöku einstaklinga í kostnaði við heilbrigðisþjónustu, hvort sem kostnaður fellur til utan eða innan heilbrigðisstofnana og hver sem þörf hans er fyrir heilbrigðisþjónustu.Rætt var um, að umrætt þak yrði 120 þús. kr.Nú hefur ráðherra dustað rykið af þessu frumvarpi og hyggst leggja það fram.

Ef meiningin er, að  kaupendur heilbrigðisþjónustu verði að greiða allan heilbrigðiskostnað utan eða innan heilbrigðisstofnana þar til umræddu þaki er  náð, mundi það verða öldruðum,öryrkjum og lágtekjufólki um megn.Almenningur yrði þá að greiða fyrir sjúkrahúsvist þar til 120 þús. markinu væri náð.Það gæti leitt til þess,að hinir efnaminni yrðu að neita sér um sjúkrahúsvist.Ég mótmæli harðlega öllum ráðagerðum í þessa átt og krefst þess, að almenningur eigi áfram kost á gjaldfrjálsri sjúkrahúsþjónustu.

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 
 
 
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband