Föstudagur, 25. mars 2016
Skattgreiðendur greiddu ekki eina krónu til tryggingar innistæðum í bönkum! En ríkið hefur tapað sköttum vegna mikilla fjármuna í skattaskjólum erlendis.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson,forsætisráðherra, hefur stigið fram og rætt eignir konu sinnar,Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, í skattaskjóli á Tortóla.Hann segir,að sér hafi ekki borið siðferðileg skylda til þess að segja frá þessum eignum konu sinnar.
Sigmundur Davíð segir,að neyðarlögin hafi tryggt eignir í bönkum,innistæður og peningamarkaðssjóði.En enginn hafi séð ástæðu til þess að gera grein fyrir hagsmunum sínum í bönkunum.Þingmenn og fyrrverandi ráðherrar hafi átt gríðarlegan uppsafnaðar lífeyri og því mikla hagsmuni í þessu máli.Sigmundur Davíð segir að með neyðarlögunum hafi innistæður i bönkum verið tryggðar á kostnað annarra eigna,t.d. skuldabréfa.Lögum hafi verið breytt til að forgangsraða í þágu innistæðna.En enginn ráðherra eða þingmaður hafi séð ástæðu til þess að gera grein fyrir því hversu miklar eignir hann væri að verja fyrir sig eða sína.
Við þessi orð Sigmundar Davíðs er rétt að gera þá athugasemd,að skattgreiðendur greiddu ekki eina krónu til tryggingar innistæðum í bönkum.
Vilhjálmur Þorsteinssson,fjárfestir skrifar um þetta mál á Pressuna og segir þar: Bankar eiga lánasöfn og aðrar eignir.Á móti skulda þeir innistæðueigendum,skuldabréfaeigendum og ýmsum öðrum peninga.Við þrot banka eiga innistæðueigendur,skuldabréfaeigendur ofl tilkall til allra eigna bankans upp í kröfur sínar.Réttur kröfuhafa er stjórnarskrárvarinn.Með neyðarlögunum var forgangi krafna breytt þannig,að eignir þrotabúsins gengju fyrst upp í innistæður og síðan upp í aðrar kröfur.Með slíku var réttur innistæðueigenda tekinn fram fyrir hag annarra kröfuhafa en slíkt telst réttlætanlegt í ljósi mikilvægis reiðufjárinnistæðna í hagkerfinu.Umræddar eignir hefðu alltaf gengið fyrst upp í innstæðurnar hvort eð var.
En allir stóru bankarnir,Glitnir,Kaupþing og Landsbanki áttu nægar eignir fyrir innistæðum sínum.Trygging innistæðna kostar skattgreiðendur aðeins peninga,ef þrotabú banka á ekki sjálft fyrir innistæðunum.En hjá okkur þurftu skattgreiðendur ekki að taka upp veskið.
Samt var yfirlýsing ríkisstjórnar um innistæður mikilvæg.Ef hún hefði ekki verið gefin, hefði getað orðið áhlaup á bankana.
Af framansögðu er ljóst,að það er ekki eðlilegt að bera saman og hálfpartinn leggja að jöfnu innistæður fólks í íslenskum bönkum og milljarðaeignir auðmanna í skattaskjólum erlendis.Eins og nafnið skattaskjól gefur til kynna er það ekki ætlun auðmanna í upphafi að greiða mikla skatta af fjárfúlgum í skattaskjólum hvað sem síðar verður. Skattgreiðendur hafa ekki tapað neinu af innistæðum í íslenskum bönkum en það hafa örugglega tapast miklir skattar af fjármunum í skattaskjólum.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.