Í Jerusalem á föstudaginn langa og á páskadag.

Árið 1968 átt ég þess kost  að ferðast til Ísrael. Valdi ég að fara um páskana og var í Jerusalem á föstudaginn langa og á páskadag.Gekk ég eftir Via Delarosa á föstudaginn langa upp  á Golgata,þar sem krossfesting Jesú Krists átti sér stað.Voru mjög margir að ganga þessa leið á föstudaginn langa og báru sumir krossa. Var þetta mjög áhrifamikil ganga.Einnig heimsótti ég Betlehem og Nasaret.Snart það mig mikið að koma til þessara staða.Ég ferðaðist einnig talsvert um landið en mikil átök voru þá eins og oft um Ísrael. Ég fór upp á Golanhæðir en Arabar höfðu verið að skjóta þaðan á hús í Jerusalem.

Ér ég kom heim flutti ég erindi í útvarpið um ferð mína til Ísrael.Vakti erindið mikla athygli enda ferðir Íslendinga þangað þá ekki eins algengar og nú er orðið.

Gleðilega páska.

Byggt á frásögn  í ævisögu minni,Efst á baugi.

Björgvin Guðmundsson 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband