Ríkisstjórnin gaf kröfuhöfum eftir hundruð milljarða!

Það vakti mikla athygli hvað kröfuhafar föllnu  bankanna voru ofsakátir,þegar ríkisstjórnin tilkynnti,að farin yrði leið stöðugleikaframlags í stað stöðugleikaskatts við afnám hafta eins og ráðgert hafði verið. Það var eins og kröfuhafarnir hefðu fengið stóran happdrættisvinning.Og í rauninni var það svo: Ríkisstjórnin gaf þeim eftir a.m.k. 300 milljarða. Það munar um minna. Og vissulega hefði íslenskt þjóðarbú munað um þessa upphæð.

Lengi vel var nær eingöngu rætt um að leggja á stöðuleikaskatt,nokkurs konar útgönguskatt,þegar kröfuhafar föllnu bankanna færu út með gjaldeyriseignir sínar eftir uppgjör slitabúa bankanna.Skatturinn átti að vera 39% og gefa 682 milljarða eftir  vissar undanþágur.En stöðugleikaframlögin gefa a.m.k. 300 milljarða minna en sennilega verður munurinn miklu meiri.Skipuð hafði verið samráðsnefnd allra flokka vegna afnáms haftanna en hún var aldrei kölluð saman. Þeir Sigmundur Davíð og Bjarn Ben. vildu hafa leyndarhjúp og pukur yfir málinu. Má það undarlegt heita þegar var  verið að höndla um hundruð milljarða.Hefði visslega verið skynsamlegra fyrir þá að hafa stjórnarandstöðuna með í ráðum þegar var verið að fjalla um það hvort farin væri leið sem mundi gefa kröfuhöfunum eftir mörg hundruð milljarða.En ríkisstjórnin ber ein ábyrgð á þessari eftirgjöf.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Velkominn í hópinn.

Láta dæma Kreppufléttan, endurtekið ógilda.

Lána til húsbygginga úr SJÓÐUR "0"  , 0,1 til 0,5 % umsýsla.

Auðvitað slakaði "Fjármálakerfið eins lítið á kröfum og þeir gátu, með hjálp meðreiðarsveina.

Meðreiðarsveinar = við allir, og við verðum að verja hver annan.

OECD

Aukum skilninginn.

Egilsstaðir, 28.03.2016  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 28.3.2016 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband