Þriðjudagur, 29. mars 2016
Kjör aldraðra á Íslandi verði samræmd kjörum aldraðra á Norðurlöndum!
Kjör aldraðra á hinum Norðurlöndunum eru miklu betri en kjör aldraðra hér á landi.Grunnlífeyrir á hinum Norðurlöndunum er þrefalt hærri en hér .Heildarlífeyrir almannatrygginga í Noregi er 86% hærri en hér á landi eftir skatt.Og í öllum hinum norrænu löndunum er lífeyrir almannatrygginga miklu hærri en hér.Auk þess eru skerðingar miklu meiri hér en á Norðurlöndum.Skerðing lífeyris almannatrygginga er engin vegna atvinnutekna í Noregi,Svíþjóð og Finnlandi og í Danmörku mega aldraðir hafa 490 þús kr atvinnutekjur á mánuði án skerðingar lífeyris en eftir það skerðist lífeyrir almannatrygginga um 30%.Það er unnt að lifa af lífeyrinum á hinum Norðurlöndunum en ekki hér á land.
Það er eðlileg krafa, að kjör eldri borgara hér verði hækkuð til samræmis við kjörin á hinum Norðurlöndunum.
Ísland er það ríkt land, þegar litið er til auðlinda landsins, að landið á að geta veitt sínum eldri borgurum og öryrkjum sambærileg kjör og bjóðast á hinum Norðurlöndunum.
En það vantar viljann hjá stjórnvöldum.Það sást vel á síðasta ári með hverjum hjarta ráðherranna slær: Ráðherrar,þingmenn,embættismenn,þar á meðal dómarar fengu gífurlegar afturvirkar kauphækkanr á síðasta ári en á sama tíma fengu aldraðir og öryrkjar enga hækkun.Eftir að verkafólk fékk 14,5% launahækkun 1.mai 2015 máttu aldraðir og öryrkjar bíða í 8 mánuði eftir að fá hækkun á lífeyri sínum. Ráðherrar,þingmenn,embættismenn og dómarar fengu háa afturvirka hækkun frá 1.mars 2015!Það var verið að mismuna lífeyrisfólki og launafólki á grófan hátt á síðasta ári.Og það var verið að hygla æðstu embættismönnm og stjórnmálamönnum freklega.En kjörum aldraðra og öryrkja var haldið niðri. Það er kominn tími til,að breyting verði á.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:05 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.