Gróf mannréttindabrot framin á eldri borgurum!

Það er mannréttindabrot að skammta eldri borgurum og öryrkjum svo nauman lífeyri,að hann dugi ekki fyrir brýnustu nauðsynjum og eldri borgarar og öryrkjar,sem einungis hafa lífeyri frá TR verði að neita sér um læknishjálp,lyf eða mat í lok hvers mánaðar.Þetta er brot á 76.grein stjórnarskrárinnar.Það er mismunun og einnig mannréttindabrot að hækka ekki lífeyri aldraðra og öryrkja  um leið og almennar launahækkanir verða í landinu.Þetta gerðist á síðasta ári og þá frömdu stjórnvöld gróf mannréttindabrot á eldri borgurum og öryrkjum á þennan hátt. Til þess að kóróna ósómann tóku ráðherrar og þingmenn sér þá miklar afturvirkar launahækkanir á sama tíma og þeir neituðu eldri borgurum og öryrkjum um hækkanir! Þetta var fáheyrt.

Eldri borgurum er einnig mismunað á sjúkrastofnunum landsins og á þann hátt framin mannréttindabrot á þeim.Eldri borgarar verða einnig fyrir mismunun á vinnumarkaðnum. Mismunun er bönnuð í alþjóðlegum mannréttindasáttmálum.Það er kominn tími til að hætta að brjóta mannréttndi á eldri borgurum og öryrkjum. 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband