Föstudagur, 1. apríl 2016
Sjúkrakostnaður: Greiðsluþakið lækkað.Tel,að spítalavist eigi að vera gjaldfrjáls fyrir lífeyrisfólk
Svo virðist sem lagfæringar verði gerðar á hugmyndum um greiðsluþak sjúkrakostnaðar.Þegar Pétur heitinn Blöndal setti sínar hugmyndir fram um hámark sjúkrakostnaðar voru þær 120 þúsund krónur,þ.e. hámark spítalakostnaðar,rannsóknarkostnaðar,lækniskostnaðar og alls annars sjúkrakostnaðar.Nú talar heilbrigðisráðherra um 95 þúsund sem hámark sjúkrakostnaðar í almennum flokki en að sérstakur flokkur verði fyrir aldraða og öryrkja,þar sem hámarkið verði 44 þúsund krónur.Fagna ber því,að lægri flokkur verði fyrir aldraða og öryrkja en ég tel þó eðlilegast,að spítalavist verði áfram gjaldfrjáls fyrir aldraða og öryrkja.Það gefur auga leið að eldri borgari eða öryrki sem er aðeins með rúmar 200 þúsund í lífeyri á mánuði á erfitt með að greiða 44 þúsund krónur fyrir spítalavist.Hafa verður einnig i huga,að oftast er undanfari spítalavistar mikill rannnsóknar og lækniskostnaður.
Björgvin Guðmundsson
www.gudmundsson.net
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 06:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.