Lífeyrir á að hækka um 73800 kr á mánuði til þess að leiðrétta kjaragliðnunina!

Eins og ég hefi áður getið um eiga stjórnarflokkarnir enn eftir að efna stærsta kosningaloforðið frá síðustu þingkosningum, þ.e. loforðið um að leiðrétta lífeyri aldraðra vegna kjaragliðnunar krepputímans.Til þess að leiðrétta þessa kjaragliðnun þarf að hækka lífeyri um rúmlega 20 %. En stjórnarflokkarnir hafa ekki aðeins svikið þetta stóra kosningaloforð heldur hafa þeir bætt um betur og bætt við kjaragliðnun síðasta ár. Þá hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% en lífeyrir hækkaði aðeins um 3%. Það þarf  að hækka lífeyri um rúmlega 30% til þess að leiðrétta alla þessa kjaragliðnun.

73800 króna hækkun á mánuði

 Hækkun lífeyris um 30% þýðir  73800 kr hækkun   á mánuði hjá öldruðum og öryrkjum (frá TR) fyrir skatt. Lífeyrisþega munar um það, einkum þá sem verst hafa kjörin og eiga erfitt með að láta enda ná saman.Ef lífeyrir verður hækkaður um 73800 á mánuði fer hann í tæp 320 þúsund. Það vill svo til, að  þessi upphæð er samhljóða niðurstöðu neyslukönnunar Hagstofunnar, sem eldri borgarar hafa barist fyrir sem viðmiði. Lífeyrir aldraðra og öryrkja yrði viðunandi um skeið ef þessi hækkun næði fram að ganga.

Ríkið greiði skuld sína strax!

Aldraðir og öryrkjar telja, að ríkið skuldi þeim þessar hækkanir. Skuldin við lífeyrisþega vegna kjaragliðnunar 2009-2013 og 2015 nemur alls 25 milljörðum króna samkvæmt gömlum útreikningi. Upphæðin er orðin hærri í dag.. Aldraðir og öryrkjar hafa ekki efni á því að lána ríkinu þessa upphæð. Þeir þurfa að fá hana greidda strax. Það eru nógir peningar til í íslensku þjóðfélagi í dag. Ríkið hefur verið að lækka og afnema skatta; veiðigjöld voru lækkuð,auðlegðarskattur afnuminn,orkuskattur lækkaður og þannig mætti áfram telja. Ríkið hefði ekki lækkað og afnumið þessi gjöld, ef það hefði ekki haft efni á því.Afgangur er á fjárlögum.Ríkið hefur efni á að greiða skuld sína við lífeyrisþega.

  Björgvin Guðmundsson

  viðskiptafræðingur

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband