Laugardagur, 2. apríl 2016
Skerðing vegna atvinnutekna eykst.Þeir,sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði fá hungurlús!
Eins og ég hef tekið fram um nýju tillögurnar um almannatryggingar fela þær í sér aukna skerðingu vegna atvinnutekna! Versnar staða 75% öryrkja mikið og þeirra,sem hafa enn meiri örorku.Þeir eru dæmdir úr leik á vinnumarkaðnum. Talsmenn tillagnanna segja hins vegar,að staða þeirra sem hafa greiðslur úr lífeyrissjóði batni mikið.En svo er ekki. Þetta er alger hungurlús,sem menn fá.
Tökum dæmi.Sá,sem hefur 100 þúsund krónur úr lífeyrissjóði á mánuði í dag sætir 50 þúsund króna skerðingu hjá almannatryggingum eftir skatta.Samkvæmt nýja kerfinu verður skerðingin 45% eða 45 þúsund það munar 5 þúsund krónum. Það kalla ég hungurlús.
Talsmenn breytinganna hafa verið að birta tölur um breytinguna fyrir skatta og hafa þá fengið út örlítið meiri ávinning.En það skiptir engu máli hverng útkoman er fyrir skatta. Og eins og ég hef tekið fram verður grunnlífeyrir skertur á ný vegna greiðslna úr lífeyrissjóði.Þannig,að hann fellur niður hjá flestum eins og gerðist eftir 2009.
Með öðrum orðum:Það er lítið gagn i tillögunum.Fækkun flokka lífeyris bætir ekki kjör okkar.
Björgvin Guðmundsson
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.